miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Latari en allt

Ok, ég veit að ég er búin að vera voða löt við bloggið en sjáum til hvað gerist núna, betra seint en aldrei segir mamma mín að minnsta kosti og ekki hafa mömmur rangt fyrir sér...
Það er búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér í sumar, og eru íþróttir krakkana þar efst á blaði, æfingar fjóra daga vikunnar, fótbolti og svo þarf ég að keyra Daney til Akureyrar í frjálsar tvisvar til þrisvar í viku sem er nú bara fínt, henni gengur nefnilega svo vel, á mánudaginn þá bætti hún sig enn einu sinni í langstökki og stökk 3,50m. sem er mjög gott. (amma hennar stökk styttra en það þegar hún var 13 eða 14 ára). Svo eru krakkarnir búnir að fara nokkrum sinnum í útilegu en sumarið byrjaði ekki vel þar sem mamma fór með krakkana í útilegu á Sigríðarstöðum og ég fékk hann Mikka minn brotinn til baka.
Á föstudaginn fór ég í fiskisúpu á Dalvík og var það bara fínt, alls ekki slæmt að fá frítt að éta og tala nú ekki um fiskisúpu sem er einn að mínum uppáhalds réttum. Eftir viku byrjar svo skólinn og þá verður nóg að gera hjá mér, og þar sem Gunni er á sjó þá þarf ég að stunda skólann, hugsa um börnin, hundana og heimilið alein, verður erfitt en ég veit að ég get það, þó að hrukkurnar verða ábyggilega nokkrar um jólin. Annars er nú bara allt gott að frétta af mér, eða já, kannski ekki, helvítis hitaveitan er að gera mig geðveika, eyddi milljón í lóðina mína fyrir 3 árum og svo var bara allt grafið í sundur hjá mér og nú er grasið dautt og frágangurinn alls ekki nógu góður! alls ekki sátt við þetta...
Jæja, ég reyni að vera duglegri við að blogga, að vísu eru ábyggilega allir búnir að gefast upp á mér þannig að það sér enginn hvað ég er að tuða hér...
allavega

see ya l8er

3 ummæli:

Lifur sagði...

næsta blogg þá í febrúar eða...

Nafnlaus sagði...

þarf ég þá að fara að blogga líka?

Patzy sagði...

Já, það held ég sko Hulda