fimmtudagur, nóvember 29, 2007
þrífum heiminn
Já, verkefnin mín í skólanum geta verið ansi skrítin, en hér er nú eitt af þeim, vildi bara endilega leyfa ykkur að njóta þess að horfa á þetta fallega meistaraverk mitt :o)
mánudagur, nóvember 26, 2007
Ylhýrar skammir
Já nú er ég sko ánægð með frændur mína norðmenn. Mikið hefur verð talað um í stórum fyrirtækjum að nota ensku sem aðalmál, en ég er mikið á móti því af því að íslenskan má einfaldlega ekki deyja út.
Frétt dagsins er þessi að mínu mati:
Risafyrirtækið Statoil í Noregi sendi nýlega samtökum í norskum sjávarútvegi, Norges Fiskarlag, bréf á ensku við lítinn fögnuð viðtakenda. Þeir svöruðu með bréfi – á íslensku, segir í frétt á vefsíðu sænska blaðsins Dagens Nyheter.
Talsmaður Norges Fiskarlag sagði í svarbréfinu að ef landar hans hjá Statoil héldu uppteknum hætti myndi næsta bréf hans verða á máli zúlúmanna í Suður-Afríku. Ráðamenn Statoil hafa nú gefið skipun um að þótt vinnumál fyrirtækisins sé enska skuli framvegis skrifa á norsku þegar um sé að ræða samskipti við Norðmenn.
Dagens Nyheter segir að stórfyrirtæki á Norðurlöndum vilji gjarnan nota ensku sem vinnumál og enska sé æ meira notuð í háskólunum. En vísindamenn séu aðeins lítill hluti af háskólafólkinu, langflestir þurfi að geta notað menntun sína á heimavelli. Mikilvægt sé því að nemarnir þjálfist í að hugsa og nota hugtök í sinni eigin grein á móðurmálinu.
Frétt dagsins er þessi að mínu mati:
Risafyrirtækið Statoil í Noregi sendi nýlega samtökum í norskum sjávarútvegi, Norges Fiskarlag, bréf á ensku við lítinn fögnuð viðtakenda. Þeir svöruðu með bréfi – á íslensku, segir í frétt á vefsíðu sænska blaðsins Dagens Nyheter.
Talsmaður Norges Fiskarlag sagði í svarbréfinu að ef landar hans hjá Statoil héldu uppteknum hætti myndi næsta bréf hans verða á máli zúlúmanna í Suður-Afríku. Ráðamenn Statoil hafa nú gefið skipun um að þótt vinnumál fyrirtækisins sé enska skuli framvegis skrifa á norsku þegar um sé að ræða samskipti við Norðmenn.
Dagens Nyheter segir að stórfyrirtæki á Norðurlöndum vilji gjarnan nota ensku sem vinnumál og enska sé æ meira notuð í háskólunum. En vísindamenn séu aðeins lítill hluti af háskólafólkinu, langflestir þurfi að geta notað menntun sína á heimavelli. Mikilvægt sé því að nemarnir þjálfist í að hugsa og nota hugtök í sinni eigin grein á móðurmálinu.
jólin nálgast
skamm ég.. vika og einn dagur síðan ég bloggaði síðast, má bara ekki gerast. En jæja, vika eftir af skólanum, get ekki beðið, er orðin ansi þreytt og langar bara að fá frí.
Það hefur nú ekki mikið gerst hjá mér síðan ég bloggaði síðast, á laugardaginn fór ég til mömmu og skar laufabrauð, eitthvað sem mér finnst alls ekki skemmtilegt, bara verð að gera þetta af því að mér finnst laufabrauð svo andskoti gott, hangikjöt, laufabrauð með smjöri, malt og appelsín, mmmmm...
Í gær fórum við fjölsk. svo uppí skóla í bingo en krakkarnir í þrem efstu bekkjunum eru að safna fyrir skólaferðalagi, líklega til köben, ég fór til noregs á sínum tíma, ætla ekki að reyna að telja árin síðan það var. En við ætluðum sko heldur betur að fá alla vinningana á bingóinu en tókst ekki alveg, Mikki fékk að vísu vinning á sitt spjald og það var gsm sími og margt fleira í vinning og litli gaur heldur betur spenntur, en Valdi skólastjóri fékk líka bingó og þeir þurftu að draga spil, Mikki ekki alveg með heppnina með sér því hann dró þrist, var ansi svekktur yfir því að fá aukavinning sem var kaffipoki, hárteyjur, bátur á subway, ís í brynju og dvd mynd sem hann átti fyrir, en svona er þetta bara og hann verður bara að læra að hann getur ekki fengið allt, og hann var líka fljótur að hressa sig við og kláraði bingóið. Ætlum svo bara að fara aftur á bingó á akureyri á milli jóla og nýárs, fullt af flugeldabingóum þá, bara gaman að fara á bingó!
Í dag keypti ég jólaseríu til að setja á þakskeggið og píndi Gunna til að fara út og græja hana, þar sem hann er að fara á sjó fljótlega aftur þá þarf hann sko að sjá um svona príl og vesen, en hann hafði nú bara gott af þessu.
Það hefur nú ekki mikið gerst hjá mér síðan ég bloggaði síðast, á laugardaginn fór ég til mömmu og skar laufabrauð, eitthvað sem mér finnst alls ekki skemmtilegt, bara verð að gera þetta af því að mér finnst laufabrauð svo andskoti gott, hangikjöt, laufabrauð með smjöri, malt og appelsín, mmmmm...
Í gær fórum við fjölsk. svo uppí skóla í bingo en krakkarnir í þrem efstu bekkjunum eru að safna fyrir skólaferðalagi, líklega til köben, ég fór til noregs á sínum tíma, ætla ekki að reyna að telja árin síðan það var. En við ætluðum sko heldur betur að fá alla vinningana á bingóinu en tókst ekki alveg, Mikki fékk að vísu vinning á sitt spjald og það var gsm sími og margt fleira í vinning og litli gaur heldur betur spenntur, en Valdi skólastjóri fékk líka bingó og þeir þurftu að draga spil, Mikki ekki alveg með heppnina með sér því hann dró þrist, var ansi svekktur yfir því að fá aukavinning sem var kaffipoki, hárteyjur, bátur á subway, ís í brynju og dvd mynd sem hann átti fyrir, en svona er þetta bara og hann verður bara að læra að hann getur ekki fengið allt, og hann var líka fljótur að hressa sig við og kláraði bingóið. Ætlum svo bara að fara aftur á bingó á akureyri á milli jóla og nýárs, fullt af flugeldabingóum þá, bara gaman að fara á bingó!
Í dag keypti ég jólaseríu til að setja á þakskeggið og píndi Gunna til að fara út og græja hana, þar sem hann er að fara á sjó fljótlega aftur þá þarf hann sko að sjá um svona príl og vesen, en hann hafði nú bara gott af þessu.
sunnudagur, nóvember 18, 2007
Snjódagurinn ógurlegi ! ! !
birrr... er að drepast úr kulda.
Það snjóaði svo mikið í gær að þegar við vöknuðum í morgun þá voru komnir himinháir snjóskaflar um allt, það var því farið uppí Jarlstaði með krakkana og hundana til að renna sér. Liðinu var hent í snjógalla, það er að segja krökkunum og Bellu litlu svo að þeim yrði ekki kalt. Við komum okkur fyrir í bílnum, Gunni, ég, Daney, Mikki, Hera og Bella ásamt 2 sleðum sem eru alveg ómissandi fyrir krakkana í snjónum. Þegar við komum að afleggjaranum að Jarlstöðum sjáum við þennan svaka skafl á miðjum veginum, við Gunni lítum á hvort annað og ég sá á svipnum á honum að honum kitlaði alveg ógurlega í hægri fótinn, þ.e.a.s. honum langaði að gefa allt í botn og láta vaða í gegnum skaflinn, ég hins vegar hristi hausinn og sagði "nei" þú kemst aldrei í gegnum þetta, en ég átti nú að vita það að fyrst að ég sagði þetta þá gat hann ekki annað en prófað og steig bensíngjöfina í botn. Þarna vorum við svo, gjörsamlega pikk föst í skaflinum. Gunni hringdi í bróðir sinn og bað hann að koma með skóflu sem hann svo gerði, en á meðan við biðum eftir Stebba bróðir hans Gunna þá fórum við bara fótgangandi síðasta spölinn svo að krakkarnir gætu byrjað að renna sér. Þegar þau voru búin að renna sér góða stund þá komu þeir feðgar, Stebbi og Gunnar Berg, hann Gunnar Berg kom með sleðann sinn svo hann gæti rennt sér með Mikka og Daney, mikið fjör og mikið gaman og á meðan þá fór hann Gunni að moka upp bílinn sem var nú bara mátulegt á hann.
Eftir mikið puð og mikinn snjómokstur þá tókst honum nú að losa bílinn og keyrði hann niður afleggjarann til að snúa við þar. Krakkarnir renndu sér þá tvær ferðir í viðbót og þá var farið að hlaða í bílinn til að komast heim, en hann Mikki var nú ekki alveg til í að fara aftur í bílinn, sérstaklega ekki upp heimreiðina þannig að ég ákvað að labba með honum en Daney fór í bílnum með Gunna. Við Mikki leyfðum Gunna að keyra á undan okkur svo að við yrðum ekki fyrir þegar hann myndi fara í gegnum skaflinn sem hann hafði fest sig í, við horfðum á eftir þeim fara upp í brekkuna og svo í gegnum skaflinn, en þá stoppaði hjartað í mér í smá stund því að allt í einu fór bíllinn í aðra átt en hann átti að fara, þau voru komin útaf veginum! Ekki gaman að horfa á eftir barninu sínu í svona aðstæðum, þó að þetta hafi nú ekki verið mikið þá vissi ég að hún Daney væri í sjokki. Ég og Mikki hröðuðum okkur af stað til þeirra og þegar við vorum alveg að komast til þeirra þá voru þau að koma út úr bílnum, Daney skjálfandi með skeifu, en lagaðist nú samt fljótt þegar ég var búin að tala við hana og stappa í hana stálinu. Þarna þurfti Stebbi bróðir hans Gunna að bjarga okkur aftur, fara og ná í einhvern jeppakarl til að draga okkur úr þessari vitleysu sem þetta var komið í. Gísli og Stebbi komu svo á jeppanum hans Gísla sem dró okkur svo úr þessu.
Þegar heim var komið fengu krakkarnir svo heitt fótabað og Gunni bakaði vöfflur, aðeins til að bæta upp þessa vitleysu sem hann kom okkur í...
laugardagur, nóvember 17, 2007
gleymdi að blogga í gær
Ég sem ætlaði að vera svo rosalega dugleg í gær og blogga en bara gleymdi því. Það var dagur íslenskrar tungu í gær og allt að gerast, kallinn orðinn 200 ára, sko Jónas Hallgrímsson, og fór það nú ekki framhjá manni því sjónvarpið hélt mikið uppá þennan dag. Ég vil svo nota tækifærið og óska Hinrik og Guggu til hamingju með litlu stúlkuna sem þau eignuðust í gær.
Og já, fyrst það var dagur íslenskrar tungu þá ætla ég að setja inn nokkur nýyrði...
DATE
ég var í þingum við konu eina - ég dagaði mann í hálft ár - ég fór í útboð með konu einni.
CASUAL
Hann var í mjög fínfrjálsum fatnaði - hann var í kastklæðum - hann er mjög flottlegur í klæðaburði - *Hann var í dagfínum fatnaði.
OUTLET
Ég fór í restlun í Bandaríkjunum - ég fór í útlátsbúð í Bandaríkjunum - ég fór í síðbúð í Bandaríkjunum - *ég fór í merkjamarkað í Bandaríkjunum.
TRENDSETTER
Hún er mikil nýkúra - hann er mikill forspilari - hún er mikill startari - hann er stílvísir - *hún er tískuviti.
WANNABE
Hann er villingur - hún er vonbiðill - hún er simbi - *hann er reynir.
Þetta var nú bara á blaði sem íslensku kennarinn minn lét mig fá á mánudaginn.. langaði endilega að deila þessu með ykkur.
Og já, fyrst það var dagur íslenskrar tungu þá ætla ég að setja inn nokkur nýyrði...
DATE
ég var í þingum við konu eina - ég dagaði mann í hálft ár - ég fór í útboð með konu einni.
CASUAL
Hann var í mjög fínfrjálsum fatnaði - hann var í kastklæðum - hann er mjög flottlegur í klæðaburði - *Hann var í dagfínum fatnaði.
OUTLET
Ég fór í restlun í Bandaríkjunum - ég fór í útlátsbúð í Bandaríkjunum - ég fór í síðbúð í Bandaríkjunum - *ég fór í merkjamarkað í Bandaríkjunum.
TRENDSETTER
Hún er mikil nýkúra - hann er mikill forspilari - hún er mikill startari - hann er stílvísir - *hún er tískuviti.
WANNABE
Hann er villingur - hún er vonbiðill - hún er simbi - *hann er reynir.
Þetta var nú bara á blaði sem íslensku kennarinn minn lét mig fá á mánudaginn.. langaði endilega að deila þessu með ykkur.
sunnudagur, nóvember 11, 2007
3 vikur!
Jæja, nú eru bara 3 vikur eftir af skólanum og persónulega finnst mér það 2 vikum of mikið, ég er bara orðin voða þreytt, ekkert nema lærdómur síðustu daga og á ekki eftir að skána næstu vikur...
En... já... hvað hefur verið að gerast síðan ég bloggaði svona alvöru blogg síðast.. jú, laugardagslögin, það virðist vera að ho ho ho we say hey hey hey sé að gera allt vitlaust í landinu núna, þetta er svona ekta nútíma eurovision lag ef það er eitthvað svoleiðis til, mér persónulega finnst þetta lag eiga að fara út, þetta virkar... og ekki skemmir að hafa hálf nakta karlmenn á sviðinu þar sem fólk segir að einungis kerlingar og hommar horfi á þessa keppni, þetta er 100%
Þó að ég hafi verið að læra eins og vitleysingur síðustu daga þá gaf ég mér tíma í að fara til Akureyrar með Gunna í verslunarferð, málið er að við erum orðin löngu leið á ljósunum í stofunni og ganginum hjá okkur þannig að við fórum í byko og keyptum þessi líka fínu ljós sem voru á 50% afslætti, ekki leiðinlegt að fá helmings afslátt á einhverju sem manni langar obbo mikið í, en já, við keyptum sem sagt 8 svona ljós og ég spurði afgreiðslumanninn í ljósadeildinni eða hvað sem þessi deild nú heitir hvort það væri nokkuð vesen að setja þessi ljós í, nei hann hélt nú ekki, þetta væri mjög einfalt, og gerðist bara ekki einfaldara þannig að við borguðum alveg ægilega montin með nýju ljósin okkar og fórum svo heim. Þegar Gunni prílaði svo uppí stiga í gær og skellti einu ljósinu í þá sprakk peran, greinilegt að hann hafði gert einhverja vitleysu, þannig að hann ákvað að bíða með þetta þangað til í dag og fá hjálp við þetta. Í dag lásum við Gunni leiðbeiningarnar fram og aftur og jú, átti að vera nokkuð einfalt, en eitt smáatriði sem afgreiðslumaðurinn sagði okkur ekki, en það var að það þarf spennubreyti!... Eftir að Gunni fór og talaði við fagmann kom í ljós að við þurfum spennubreyti við öll ljósin, sem sagt fyrir ofan plöturnar í loftinu, utan um þá þarf að smíða eitthvað dæmi, og til að koma þessu þangað þarf annaðhvort að rífa niður loftplöturnar eða rífa helvítis þakið af húsinu... Ég er langt frá því að vera ánægð með þetta og grey starfsmenn byko þegar ég fer þangað eftir helgi!!!!!
En... já... hvað hefur verið að gerast síðan ég bloggaði svona alvöru blogg síðast.. jú, laugardagslögin, það virðist vera að ho ho ho we say hey hey hey sé að gera allt vitlaust í landinu núna, þetta er svona ekta nútíma eurovision lag ef það er eitthvað svoleiðis til, mér persónulega finnst þetta lag eiga að fara út, þetta virkar... og ekki skemmir að hafa hálf nakta karlmenn á sviðinu þar sem fólk segir að einungis kerlingar og hommar horfi á þessa keppni, þetta er 100%
Þó að ég hafi verið að læra eins og vitleysingur síðustu daga þá gaf ég mér tíma í að fara til Akureyrar með Gunna í verslunarferð, málið er að við erum orðin löngu leið á ljósunum í stofunni og ganginum hjá okkur þannig að við fórum í byko og keyptum þessi líka fínu ljós sem voru á 50% afslætti, ekki leiðinlegt að fá helmings afslátt á einhverju sem manni langar obbo mikið í, en já, við keyptum sem sagt 8 svona ljós og ég spurði afgreiðslumanninn í ljósadeildinni eða hvað sem þessi deild nú heitir hvort það væri nokkuð vesen að setja þessi ljós í, nei hann hélt nú ekki, þetta væri mjög einfalt, og gerðist bara ekki einfaldara þannig að við borguðum alveg ægilega montin með nýju ljósin okkar og fórum svo heim. Þegar Gunni prílaði svo uppí stiga í gær og skellti einu ljósinu í þá sprakk peran, greinilegt að hann hafði gert einhverja vitleysu, þannig að hann ákvað að bíða með þetta þangað til í dag og fá hjálp við þetta. Í dag lásum við Gunni leiðbeiningarnar fram og aftur og jú, átti að vera nokkuð einfalt, en eitt smáatriði sem afgreiðslumaðurinn sagði okkur ekki, en það var að það þarf spennubreyti!... Eftir að Gunni fór og talaði við fagmann kom í ljós að við þurfum spennubreyti við öll ljósin, sem sagt fyrir ofan plöturnar í loftinu, utan um þá þarf að smíða eitthvað dæmi, og til að koma þessu þangað þarf annaðhvort að rífa niður loftplöturnar eða rífa helvítis þakið af húsinu... Ég er langt frá því að vera ánægð með þetta og grey starfsmenn byko þegar ég fer þangað eftir helgi!!!!!
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
Bara smá djók í dag!
What A Woman Wants Vs. What A Man Wants
WOMAN'S POEM:
Before I lay me down to sleep, I pray for a man, who's not a creep,One who's handsome, smart and strong. One who loves to listen long, One who thinks before he speaks, One who'll call, not wait for weeks. I pray he's gainfully employed, When I spend his cash, won't be annoyed.Pulls out my chair and opens my door, Massages my back and begs to do more. Oh! Send me a man who'll make love to my mind, Knows what to answer to "how big is my behind?" I pray that this man will love me to no end, And always be my very best friend.
MAN'S POEM:
I pray for a deaf-mute nymphomaniac with huge boobs who owns a liquor store and a golf course.This doesn't rhyme and I don't give a shit.
Freindship: Men vs Women
Friendship Between Women: A woman didn't come home one night. The next day she told her husband that she had slept over at a friend's house. The man called his wife's 10 best friends. None of them knew about it.
Friendship between Men: A man didn't come home one night. The next day he told his wife that he had slept over at a friend's house. The woman called her husband's 10 best friends. Eight of them confirmed that he had slept over, and two claimed that he was still there.
And They Say Blondes Are Dumb
One day a housework-challenged husband decided to wash his Sweatshirt. Seconds after he stepped into the laundry room, he shouted to his wfe, "What setting do I use on the washing machine?"
"It depends," she replied. "What does it say on your shirt?" He yelled back, "University of Oklahoma."
Definition Of UGLY
An UGLY woman walks into a shop with her two kids.
The shopkeeper asks "Are they twins?"
The woman says "No, he's 9 and she's 7. Why? Do you think they look alike?" "No", he replies, "I just can't believe you got laid twice!"
I'm Looking For My Wife
Two guys are walking around the mall when their carts collide. One guy says to the other, "Hey, I looking for my wife?"
" What a conincidence, so am I," says the other man. "Maybe I can help you. What does she look like?"
" Well, she's tall, thin, has dark hair, nice big firm boobs and tight rear end. What does your wife look like?"
" Nevermind, lets just go look for yours."
WOMAN'S POEM:
Before I lay me down to sleep, I pray for a man, who's not a creep,One who's handsome, smart and strong. One who loves to listen long, One who thinks before he speaks, One who'll call, not wait for weeks. I pray he's gainfully employed, When I spend his cash, won't be annoyed.Pulls out my chair and opens my door, Massages my back and begs to do more. Oh! Send me a man who'll make love to my mind, Knows what to answer to "how big is my behind?" I pray that this man will love me to no end, And always be my very best friend.
MAN'S POEM:
I pray for a deaf-mute nymphomaniac with huge boobs who owns a liquor store and a golf course.This doesn't rhyme and I don't give a shit.
Freindship: Men vs Women
Friendship Between Women: A woman didn't come home one night. The next day she told her husband that she had slept over at a friend's house. The man called his wife's 10 best friends. None of them knew about it.
Friendship between Men: A man didn't come home one night. The next day he told his wife that he had slept over at a friend's house. The woman called her husband's 10 best friends. Eight of them confirmed that he had slept over, and two claimed that he was still there.
And They Say Blondes Are Dumb
One day a housework-challenged husband decided to wash his Sweatshirt. Seconds after he stepped into the laundry room, he shouted to his wfe, "What setting do I use on the washing machine?"
"It depends," she replied. "What does it say on your shirt?" He yelled back, "University of Oklahoma."
Definition Of UGLY
An UGLY woman walks into a shop with her two kids.
The shopkeeper asks "Are they twins?"
The woman says "No, he's 9 and she's 7. Why? Do you think they look alike?" "No", he replies, "I just can't believe you got laid twice!"
I'm Looking For My Wife
Two guys are walking around the mall when their carts collide. One guy says to the other, "Hey, I looking for my wife?"
" What a conincidence, so am I," says the other man. "Maybe I can help you. What does she look like?"
" Well, she's tall, thin, has dark hair, nice big firm boobs and tight rear end. What does your wife look like?"
" Nevermind, lets just go look for yours."
mánudagur, nóvember 05, 2007
Til hamingju Ragnheiður ! ! !
Hún á afmæl'í dag
hún á afmæl'í dag
hún á afmæl'hún Ragga
hún á afmæl'í dag.
Hún er 14 + 14 í dag
hún er 14 + 14 í dag
hún er 14 + 14 hún Ragga
hún er 14 + 14 í dag.
Jibbí... það eru bara afmæli á hverjum degi, þetta er snilld...
En, well, til hamingju með afmælið Ragnheiður mín, og hafðu það sem allra best...
laugardagur, nóvember 03, 2007
Til hamingju Mikael...
Jæja, þá er langur dagur að baki, en hann Mikael (litla barnið mitt) hélt uppá 8 ára afmælið sitt í dag, en stóri dagurinn er svo á morgun, 4. nóvember. Margir komu í afmælið, bæði stórir og smáir og gæddu sér á allskonar góðgæti sem var í boði, sá stutti var himinlifandi og þá sérstaklega af því að hann fékk marga pakka og mikið af Liverpool dóti sem hann hafði óskað sér, eins og Liverpool sængurverasett, handklæði og galla, svo fékk hann líka fullt af flottum fötum eins og nike galla, nike peysu, hettupeysu, náttföt, tæknikubba, leikjaborð og 13 þús kall í peningum. Það er sko alveg spurning hvort maður fari ekki bara að taka uppá því að halda uppá afmælið sitt, væri sko alveg til í margt af þessu en kannski ekki Liverpool...
Þegar ég spurði hann svo hvað hann ætlaði sér að gera með peninginn þá sagðist hann bara ætla að spara, (greinilega vel upp alinn). En ég sagði honum nú samt að hann mætti alveg kaupa sér eitthvað sem hann virkilega langar í fyrir þennan pening, og hann ætlar bara að hugsa sig vel um.
Annars er ekkert mikið um að vera hjá mér. Ég kláraði að vísu vefinn í gær og er bara þokkalega ánægð með útkomuna. Lítið annað að gera þessa dagana en að læra, reyna að koma vel frá þessari önn, og jú.. ég sótti um skóla á næstu önn þó að læknirinn væri búinn að biðja mig um að taka mér smá pásu frá skóla, en ég verð nú bara að hugsa um geðheilsuna, ekki gott að hanga bara heima. Það sem ég sótti um á næstu önn er vefnaður 303, myndvefnaður 112, bindifræði 101, listir og menning 113, stærðfræði 262 og photoshop eitthvað.. veit ekki hvað sá áfangi heitir, enda sá Sveina frænka sem er einnig umsjónarkennarinn minn um að hjálpa mér að velja.. svo bara kemur í ljós hvort ég komist í þessa áfanga... Jæja, hef bara ekkert meira til að tala um núna, þangað til næst... bæjó...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)