Já nú er ég sko ánægð með frændur mína norðmenn. Mikið hefur verð talað um í stórum fyrirtækjum að nota ensku sem aðalmál, en ég er mikið á móti því af því að íslenskan má einfaldlega ekki deyja út.
Frétt dagsins er þessi að mínu mati:
Risafyrirtækið Statoil í Noregi sendi nýlega samtökum í norskum sjávarútvegi, Norges Fiskarlag, bréf á ensku við lítinn fögnuð viðtakenda. Þeir svöruðu með bréfi – á íslensku, segir í frétt á vefsíðu sænska blaðsins Dagens Nyheter.
Talsmaður Norges Fiskarlag sagði í svarbréfinu að ef landar hans hjá Statoil héldu uppteknum hætti myndi næsta bréf hans verða á máli zúlúmanna í Suður-Afríku. Ráðamenn Statoil hafa nú gefið skipun um að þótt vinnumál fyrirtækisins sé enska skuli framvegis skrifa á norsku þegar um sé að ræða samskipti við Norðmenn.
Dagens Nyheter segir að stórfyrirtæki á Norðurlöndum vilji gjarnan nota ensku sem vinnumál og enska sé æ meira notuð í háskólunum. En vísindamenn séu aðeins lítill hluti af háskólafólkinu, langflestir þurfi að geta notað menntun sína á heimavelli. Mikilvægt sé því að nemarnir þjálfist í að hugsa og nota hugtök í sinni eigin grein á móðurmálinu.
mánudagur, nóvember 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli