Ég hélt ég myndi aldrei þora þangað á snjósleða en lét svo vaða í gær og var ekkert voðalega hrædd, ég öskraði bara einu sinni, og það var á leiðini niður. Þegar ég var þarna uppi leið mér svolítið eins og ég væri í myndinni "Alive" sá ekkert nema snjó og heyrði engin hljóð nema brakið í snjónum þegar ég gekk þarna um, var farin að búast við að finna lík þarna sem ég þyrfti að borða... hrollur... En Gunni var þarna líka, hann var lengi búinn að reyna að fá mig til að fara þarna upp en ég hafði aldrei þorað, í gær ákvað ég að horfast í augu við óttann. Ég á nú sennilega eftir að fara oft þangað í framtíðinni því útsýnið er stórkostlegt, mæli sko með því að allir fari þangað.
mánudagur, mars 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ótrúlega flott! Leiðinlegt samt að þú hafir ekki fundið nein lík til að bragða á. Ég er að hugleiða páskana sko;)
Skrifa ummæli