laugardagur, mars 29, 2008

London...

Er í london.. skítkalt.. rigning.. en sólin sýnir sig þó stundum, alveg ágætt sko, kom á miðvikudaginn, flugvélin lenti á heathrow um kl 12 eftir að hafa farið góðann hring í kringum borgina, þá tók við alveg hellings labb á flugvellinum, enginn smá flugvöllur sko.. Þegar ég var svo búin að nálgast töskuna mína þá ætlaði ég að taka leigubíl á hótelið, sá skilti sem stóð á að það tæki 40 mín að fara með leigubíl inní central london, 60 mín með neðanjarðarlest með því að skipta 3 um lest, og svo 15 mín með heathrow express til Paddington, en þangað þurfti ég að komast, aðeins ca. 9 mínútna gangur þaðan að hótelinu, ég keypti því miða í lestina og kom mér þangað sem lestirnar eru, og auðvitað voru fleiri en ein lest þarna þannig að ég ákvað að spyrja fólk hvaða lest ég ætti að taka, fyrst spurði ég konu sem snéri sér við og bókstaflega hljóp í burtu þegar ég byrjaði að tala við hana, mér fannst hún ansi mikill dóni og varð fyrir miklum vonbrigðum með london en well, ég séri mér þá að karlmanni sem leit á mig eins og ég væri geimvera og gekk í burtu, þarna varð ég frekar ill og ákvað bara að giska á hvaða lest ég ætti að taka, heppin ég að fara í rétta lest, hefði verið ljótt ef ég hefði endað í skotlandi eða einhvers staðar. Á Paddington komst ég og hahaha það fer nú ekki framhjá manni að þetta er Paddington því allstaðar sér maður gamla góða Paddington bangsann, það fékk mig til að líka aðeins betur við london. Ég fór á hótelið, henti draslinu uppá herbergi og fékk mér góðann göngutúr um hverfið, hyde park beint á móti hótelinu sem er voða stór og voða flottur garður. Á fimmtudaginn fór ég á stitch and craft sýninguna sem var algjört æði, endalaust hægt að skoða og gramsa í allskonar handavinnu, bara gaman, tók leigubíl þangað og þegar ég fór þaðan þá tók ég leigubíl til baka á hótelið til að skila af mér því smotteríi sem ég keypti, eftir það gekk ég síðan inní bæ... eða á oxford street en skilaði mér þó snemma aftur á hótelið, var ekki alveg tilbúin í glæpina það kvöld. Á föstudaginn (í gær) þá fór ég aftur á oxford street og lenti í því að maður einn kom til mín og spurði hvort hann mætti fá 2 mínútur af tíma mínum, ég sagði nei, og þá sagðist hann geta kennt mér dónalegt táknmál, ég sagðist nú þegar kunna eitt dónalegt á táknmáli en hló geggjað mikið, gaman að lenda í svona. En ég ætlaði mér að fara snemma á hótelið, ákvað að taka ekki leigubíl í það skiptið og prófa stóra rauða strætóinn, keypti mér dagskort og fór í strætó sem ég hélt að færi með mig að hótelinu en það var nú ekki svo gott því ég náði að villast alveg helling í strætó, fór eitthvað útí buskann og þurfti að finna mér annann strætó til að komast til baka en sá strætó fór bara eitthvað allt annað en sá þriðji sem ég fór í skilaði mér aftur á oxford street og þá ákvað ég bara að taka leigubíl á hótelið, þetta var nú meiri vitleysan sem ég kom mér í, heill dagur fór í strætórugl, en samt bara gaman, sá helling af london í leiðinni. Í dag gekk ég stórann hring frá hótelinu að paddington hélt svo áfram eitthvað og allt í einu var ég komin enn eina ferðina að oxford street, hélt þaðan áfram og endaði hjá buckingham palace, ætlaði í te hjá kvínsu en hún var ekki heima, kannski sem betur fer því ég hef aldrei fílað hana neitt mikið. Eftir buckingham palace ákvað ég að fara bara enn eina ferðina á oxfordið til að fá mér að borða áður en ég fór á hótelið, skellti mér á pizza hut og á meðan ég hakkaði í mig pizzuna þá sé ég allt í einu lögregluna í kringum einn strætó fyrir utan, ég horfði spennt á í von um að fá að sjá góðann skotbardaga, en það gerðist þó ekki, en það voru einhver slagsmál inní strætó og eitthvað vesen, ekkert gaman að því. En núna er ég sem sagt komin uppá hótel og ákvað að skila af mér bloggi en ég var eiginlega búin að lofa að blogga á hverjum degi, ég bara hef alls ekki nennt því þangað til núna.
Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið, njótið...
ég verð nú bara að viðurkenna að ég veit ekkert hvað þetta er, en þetta er þar sem oxford street byrjar...
Sýningin góða.. ætla sko að fara aftur seinna... þetta er algjör snilld...
augað góða, myndin tekin frá Buckingham palace...
Buckingham palace, var lengi þarna að aðstoða túrista við myndatökur...

mánudagur, mars 17, 2008

Já.. gamla fór á kaldbakinn...

Ég hélt ég myndi aldrei þora þangað á snjósleða en lét svo vaða í gær og var ekkert voðalega hrædd, ég öskraði bara einu sinni, og það var á leiðini niður. Þegar ég var þarna uppi leið mér svolítið eins og ég væri í myndinni "Alive" sá ekkert nema snjó og heyrði engin hljóð nema brakið í snjónum þegar ég gekk þarna um, var farin að búast við að finna lík þarna sem ég þyrfti að borða... hrollur... En Gunni var þarna líka, hann var lengi búinn að reyna að fá mig til að fara þarna upp en ég hafði aldrei þorað, í gær ákvað ég að horfast í augu við óttann. Ég á nú sennilega eftir að fara oft þangað í framtíðinni því útsýnið er stórkostlegt, mæli sko með því að allir fari þangað.

laugardagur, mars 15, 2008

David Cook er ÆÐI

Ok, ég hef ekkert verið að horfa á American Idol, en núna áðan þá var það í sjónvarpinu og ég fékk bara auka hjartslátt og gæsahúð þegar ég sá dreng að nafni David Cook síga á svið, drengurinn er æði.. og ekki skemmir að drengnum finnst æði að ráða krossgátur og læra ný orð... gaman að svona gaurum, það mættu fleiri vera svona... set inn 2 myndbönd.. og ppl.. commenta svo ! ! !



fimmtudagur, mars 13, 2008

Jæja elskurnar mínar ! ! !

Ég biðst afsökunnar á bloggleti undanfarið en vonandi á það eftir að breytast, hver veit, ætla þó ekki að lofa neinu.
Það hefur nú kannski ekki margt gerst undanfarið hjá mér, eða þannig, er að vísu að fara til London eftir 13 daga og er ansi spennt yfir því, langt síðan ég hef gert eitthvað fyrir sjálfa mig og ekki þurft að hugsa um einhvern annann, ég ætla sko bara að njóta þess eins og ég get.
Hef átt yndislegan dag en ég var að koma af vorskemmtun Grenivíkurskóla þar sem börnin mín tóku þátt og stóðu þau sig alveg frábærlega vel þó að hann Mikki lenti í basli með mækinn og sat uppá sviði og blótaði og kallaði á kennarann sinn, gekk þó allt vel að lokum, ég mun setja inn myndbönd af þessu á youtube fljótlega en hér til hliðar er linkur á síðuna mína þar, er nú þegar búin að setja inn 5 myndbönd.
LOL hvað ég er ekki að vita hvað ég á að skrifa núna, ætla nú samt að blogga aftur um helgina og segja frá því hvað ég ætla að gera í london.
Verð að láta eitt yndislega krúttlegt myndband fylgja með þessu bloggi, svona aðeins til að bæta upp fyrir það hvað ég hef lítið að segja.