fimmtudagur, mars 13, 2008

Jæja elskurnar mínar ! ! !

Ég biðst afsökunnar á bloggleti undanfarið en vonandi á það eftir að breytast, hver veit, ætla þó ekki að lofa neinu.
Það hefur nú kannski ekki margt gerst undanfarið hjá mér, eða þannig, er að vísu að fara til London eftir 13 daga og er ansi spennt yfir því, langt síðan ég hef gert eitthvað fyrir sjálfa mig og ekki þurft að hugsa um einhvern annann, ég ætla sko bara að njóta þess eins og ég get.
Hef átt yndislegan dag en ég var að koma af vorskemmtun Grenivíkurskóla þar sem börnin mín tóku þátt og stóðu þau sig alveg frábærlega vel þó að hann Mikki lenti í basli með mækinn og sat uppá sviði og blótaði og kallaði á kennarann sinn, gekk þó allt vel að lokum, ég mun setja inn myndbönd af þessu á youtube fljótlega en hér til hliðar er linkur á síðuna mína þar, er nú þegar búin að setja inn 5 myndbönd.
LOL hvað ég er ekki að vita hvað ég á að skrifa núna, ætla nú samt að blogga aftur um helgina og segja frá því hvað ég ætla að gera í london.
Verð að láta eitt yndislega krúttlegt myndband fylgja með þessu bloggi, svona aðeins til að bæta upp fyrir það hvað ég hef lítið að segja.

Engin ummæli: