mánudagur, október 29, 2007

ekki minn dagur

Í morgun vaknaði ég mjög óþægilega, en hún Magga sis er vön að koma til að græja krakkana í skólann af því að skólinn þeirra byrjar ekki fyrr en kl 8:40 en minn kl 8:15 og ég þarf að keyra í 25 mín til að komast í skólann. Oftast vakna ég um kl 6:30, fer í sturtu, fæ mér morgunmat, góða "rettu" og græja mig svo í skólann. Í morgun var það örðuvísi, ég var einmitt að tala við Röggu vinkonu á laugardagskvöldið að hún þyrfti að breyta klukkuni hjá sér af því að hún býr í Danmörku og nú er klukkunni breytt yfir í vetrartímann, en nóg um það, ég man að ég stillti klukkuna í símanum mínum kl 6:30 og sá það líka í morgun þegar Magga vakti mig þá leit ég á klukkuna og sá að hún var 6:25 og var að spá hvað í andskotanum hún væri að koma svona snemma, en hún bara kallaði, "er enginn vaknaður! klukkan er hálf átta!" eftir að ég hafði klipið mig þrisvar og slegið mig einu sinni utanundir svona rétt til að tékka hvort ég væri nokkuð að dreyma þá stökk ég framúr rúminu með símann minn sem ég rétti svo Möggu og sagði henni að sjá hvað klukkan væri, hún leit á símann og svo á mig og sagði að klukkan í símanum væri vitlaus, ég leit því á klukkuna í stofunni, og viti menn... Magga hafði rétt fyrir sér. Þannig er það að þegar ég fékk mér nýjan síma og stillti klukkuna í honum þá gleymdi ég að stilla hana á íslenska dæmið þannig að klukkan í símanum hafði sjálfkrafa breyst um helgina og ég tók ekki eftir neinu. Þegar ég hafði áttað mig á þessu í morgun þá sá ég að fyrsti tíminn átti að byrja eftir 45 mínútur, þannig að ég stökk í sturtu, klæddi mig, nældi mér svo í kókómjólk úr ískápnum, tók allt draslið sem ég þurfti og brunaði í skólann og náði að koma á réttum tíma, gekk inní stofuna um leið og kennarinn. Ég vil taka það fram að ég keyrði á löglegum hraða...
Ég var nú bara þokkalega ánægð með fyrsta tímann sem var íslenska, ég fékk til baka tvö próf sem ég var búin að fara í og fékk 9,25 í þeim báðum, mjög sátt við það... en þegar seinni tíminn var hálfnaður fann ég að mér var farið að líða eitthvað illa, greinilega komin með hita en í gær fékk ég einhverja sýkingu í hálsinn þannig að þetta er greinilega einhver pesti sem ég er búin að næla mér í. Eftir íslensku tímana þurfti ég að fara niðrá listasafn, brunaði þangað og auðvitað var læst, ég stóð þarna úti fárveik í frostinu og hamaðist á dyrabjöllunni í von um að mér yrði hleypt inn sem allra fyrst, óskin mín rættist svo 5 mín síðar. Sýninguna var ég svo ekkert voðalega ánægð með ef á heildina er litið og nenni ekki að ræða það frekar hér af því að ég á eftir að gera verkefni um hana og ætla ekki að eyða orðum í þessa sýningu tvisvar.
Eftir sýninguna brunaði ég svo aftur uppí skóla af því að ég átti 4 sjónlistartíma eftir, þarna var ég orðin ansi slöpp og vissi ekki alveg hvort ég myndi lifa daginn af, en ég harkaði af mér og var svo búin í skólanum kl 14:40 og keyrði þá heim í móðu. Þegar heim var komið setti ég í þvottavél, hjálpaði krökkunum að læra, horfði á sápurnar mínar og eldaði matinn sem ég gat svo ekki borðað og fór bara uppí sófa og náði að lúra þar í 30 mín en þá fór ég að brjóta saman allann þvottinn sem ég þvoði í gær, svo setti ég í uppþvottavélina, rak krakkana í háttinn og sagði "nú er mamma farin í verkfall"...

föstudagur, október 26, 2007

höfuðverkur

Vá hvað ég var þreytt þegar ég vaknaði í morgun, var alveg að sofna í gærkvöldi þegar Gunni hringdi og það tók sinn tíma að reyna að sofna eftir það. Ég fór svo á fætur klukkan 7:30 í morgun og kom Daney og Mikael í skólann og fór svo sjálf í skólann. Ég var það þreytt að ég var mikið að hugsa um að mæta ekki í stærðfræði en gerði það sem betur fer og þrátt fyrir þreytuna þá náði ég að koma nokkrum formúlum inní hausinn á mér. Þegar ég kom svo heim í dag fékk ég þennan svaka höfuðverk sem ég virðist ekki ætla að losna við, stærðfræði formúlurnar hafa greinilega farið eitthvað öfugt inní hausinn minn.
Núna sit ég bara fyrir framan tölvuna... hmm... ég lýg því, ég sit uppí sófa með tölvuna í fanginu og horfi á sjónvarpið með öðru.. sem fær mig til að muna eftir fréttunum... ég meina, hvernig er eiginlega uppeldi á krökkum í dag, það var sýnt myndband í fréttunum af því þegar einhver unglingahópur kom saman fyrir utan Glerártorg á miðjum degi til að slást, svo settu þessir krakkar þetta á www.youtube.com (hægt að slá inn slagsmál þá kemur þetta upp).. maður er ekki alveg að skilja þessa krakka, en ég á sko eftir að hlægja þegar þetta lið verður eldra og endar á bak við lás og slá.
Áður en ég fór úr bænum í dag fór ég í tiger og keypti mér tvær dvd myndir (Kurt og Courtney, og Manden uden ansigt), því eins og venjuega þá er ekkert í sjónvarpinu um helgar... Alltaf hægt að treysta á Tiger...

miðvikudagur, október 24, 2007

LOL

Alltaf gaman að gramsa á Wikipedia

A used condom fetish is a sexual fetish where a person uses a discarded condom for sexual pleasure by masturbating with, ingesting, or inserting the contents of the used condom into their anus or vaginal cavity.
Most persons with a used condom fetish obtain their used condoms by searching, or “condom hunting”, areas where people engage in public sex in places like a parking lot, lover's lane, truck stop, alley, adult theater, or a gay bath house.
A condom fetish is also satisfied by “condom swapping”, which is the act of making arrangements with another person to pick up, drop off, or deliver a used condom to the willing recipient. Condom swapping is generally best done locally since most delivery and postal companies will not accept a used condom for delivery.

Brynju-kúrinn

Hef verið að hugsa útí þetta í dag, allir í kringum mig eru á einhverjum megrungarkúrum sem sem gerir það að verkum að fólk breytir svo miklu að það springur, og þá er ég aðallega að tala um matinn og ræktina, sem endar náttúrulega með því að fólk hættir að fara í ræktina og étur á sig gat og þá koma aukakílóin aftur á einni viku. Ég hef prófað nýja aðferð sem virkar á mig og ég hef nú ekki þurft að breyta miklu nema kannski klæðnaði. Ótrúlegt hvað föt og hugarfar segja mikið um þetta.
Það fyrsta sem fólk þarf að gera er að losa sig við pilsin, kjólana, gallabuxurnar og öll þröng föt sem maður fer aðeins í til að vera "flottur", en vandamálið er að fáum líður voðalega vel í svona fötum þar sem hreyfingar verða erfiðari og maður verður bara stífur og skapvondur, og endar á því að ef maður er að gera eitthvað þá þreytist maður fyr og leggst bara uppí sófa og vorkennir sjálfum sér. Og tala nú ekki um brjóstahaldara sem maður tekur eftir að konur eru í sem gerir það að verkum að þær líta út eins og þær séu með risa undirhöku og svo poppa þau bara uppúr ef maður hreyfir sig aðeins of mikið eða snögglega.

Brynju-kúrinn virkar svona:

Verslaðu fötin þín í sport-búðum, létt föt og það er hægt að fá ótrúlega flott föt þar sem eru líka þægileg. Þau eru létt og manni líður svo miklu betur og finnur það strax sama dag. Þreytist síður og verður þar af leiðandi betri í skapinu.

Svo borðar maður bara eins og maður er vanur að gera, þarf lítið sem ekkert að breyta mataræðinu nema bara hlaða ekkert of mikið af nammi í sig. ALLS EKKI borða yfir sjónvarpinu, það er pottþétt að maður borðar meira, og ef það er videokvöld, þá má ekki borða nammi eða snakk á meðan nema um helgar (nema sunnudaga). Eða þá að velja sér önnur tvö kvöld í vikunni til að gera svoleiðis, en passa samt að hlaða ekki í sig nammi þannig að manni líði illa. Að lokum þá á maður ALLTAF að borða með hnífapörum, það er algjört must... maður borðar bæði hægar og minna. Svo skemmir náttúrulega ekki ef maður borðar einn ávöxt á dag.

Þetta er nú ekki mikið, en ég er pottþétt á að þetta virkar fyrir flesta ef ekki alla, allavega virkar þetta mjög vel á mig og nú er ég orðin fastakúnni í sportvörubúðum og finnst það bara frábært, og einnig er ég nánast laus við bakverkina sem ég var alltaf að fá, langt síðan ég fékk í bakið síðast.
Vona að einhver nennir að prófa þetta, og ef eitthvað vefst fyrir fólki þá bara spurja mig útí þetta, þetta er einfaldara en þið haldið.

Bið að heilsa í bili... c ya...

þriðjudagur, október 23, 2007

dugleg í dag


Var að koma heim úr skólanum, átti að vera til 13:00 en Björg sjónlistarkennarinn var fjarverandi þannig að ég bara brunaði heim, ansi ánægð að vera búin snemma. Fór í skólann snemma og var bara í VEF 203 og náði að vefa heila 90 cm, og vantar bara 20 cm til þess að klára dúkinn minn.. svo geri ég annann og býst við því að ég nái að klára þetta í næstu viku og ef ég verð svo heppin að geta það þá er ég bara búin með áfangann og þarf þá ekki að fara í skólann og fimmtudögum og bara einn tíma á þriðjudögum, þetta er náttúrulega bara snilld.
Annars þá er nú ekki mikið að gera hjá mér í skólanum, fór í stærðfræðipróf um daginn og fékk 5 og var nú bara alveg ágætlega ánægð með það þar sem meðaleinkunin úr þessu prófi var bara rétt rúmlega 3, erfið þessi stærðfræði 122, mæli sko ekki með þessu enda hálf tilgangslaus reikningur. Mér gengur líka vel í sjónlist 203, en ég náði að gera litahringinn á einum degi og það kallast gott, svo gengur mér líka vel í íslensku 212 en listir og menning 203 er ekki alveg að gera sig, líkar vel við kennarann en erfitt þar sem hún er ekki alveg á jörðinni og hún heldur ábyggilega að við séum ekki í neinum öðrum áföngum sem er nú ekki alveg nógu gott. Annars þá er ég að vonast eftir fyrstu 10nni minni í vetur, fékk 6 9r í fyrra ásamt einni 8u og einni 7u, en ef ég fæ 10 í vetur þá verður það í vef og er að vona það, er með pottþétta 9 þar. Þið getið séð verkefnið mitt á mynd hér að ofan, þetta er ekki úr neinu blaði, algjörlega mín hönnun sem ég er mjög ánægð með.

mánudagur, október 22, 2007

hættulegar bréfalúgur

Fyrir einhverju síðan keypti ég mér nýja bréfalúgu af því að gamla var svo lítil og leiðinleg að pósturinn kom oftar en ekki rifinn inn til mín sem mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt. Í gær ákvað ég svo að setja nýju bréfalúguna í og þurfti að saga sem er ekki frásögu færandi nema hvað ég náði í þessa fínu stingsög sem ég fjárfesti í í sumar. Þegar ég hafði lokið öllum mælingum og búin að merkja fyrir nýju bréfalúgunni setti ég sögina í samband og byrjaði að saga á fullu en sá nú fljótlega að þetta væri sko ekki mín deild, var komin í hræðileg vandræði, allt skakkt og bjagað þannig að ég hringdi alveg skelfingu lostin í mág minn og sagði honum að ég væri búin að saga húsið mitt í sundur og væri búin að skemma allt þannig að hann kom og bjargaði málunum á meðan ég bara stóð með stingsögina og tárin í augunum, hélt að allt væri ónýtt. Hann náði sem betur fer að redda þessu en þegar bréfalúgan var komin í þá kom nú í ljós að skrúfurnar sem komu með þessu voru ekki nógu langar þannig að ég þurfti bara að redda því sjálf sem ég gerði svo í dag, og skrúfaði þær alveg sjálf í og gekk bara vel. Þegar ég svo leit inní lúguna sá ég að ekki var allt eins og það átti að vera, það var einhver svona bunga uppí loftið sem átti pottþétt ekki að vera, Brynja litla fór þá inní eldhús og náði í þetta líka fína lím og sprautaði því undir bunguna og hélt henni svo niðri í góða stund eða þangað til ég hélt að þetta væri nú orðið skothelt, þegar ég ætlaði svo að taka hendina úr lúguni var hún bara föst, frekar neyðarlegt þar sem ég stóð úti með hendina fasta inní bréfalúgu. Ég hamaðist þarna í smá stund og náði svo loksins að losa mig, en er nokkuð viss um að það sé hægt að nálgast DNA úr mér í lúgunni, eitthvað af skinninu mínu farið en bréfalúgan virkar fínt þannig að ég er nokkuð ánægð með dagsverkið.

Ég elska tæknina jafn mikið og ég hata hana


Ótrúlegt hvað er endalaust hægt að finna upp sniðuga hluti handa mér, en hann Gunni gaf mér svona psp tölvu af því að hann nennir ekki að fara með mér á sjúkrahúsið þegar ég fer í mínar lyfjameðferðir. Núna er ég búin að læra að fara á netið í þessu apparati og í staðinn fyrir að fara með bók uppí rúm þá fer ég með psp tölvuna og fer fram og aftur um netið fyrir svefninn, alveg afskaplega þægileg og sniðug uppfinning.
Vá hef ekki bloggað lengi en hef verið upptekin af skólanum og well.. öllu sem við kemur heimilinu mínu. Ekki mikið að frétta af mér eins og venjulega, gerist ekki mikið hérna. Er búin að vera að þvælast á bílasölur en það er nú kannski ekkert nýtt.. langar alveg svakalega í nýjan bíl, er með bíladellu og fæ fljótt leið á bílunum mínum.
Það væri nú gaman að vita hvort einhver kemur hingað ennþá, ábyggilega allir löngu búnir að gefast upp á mér og mínu bloggi, get ekki sagt að það sé gaman að lesa alltaf það sama aftur og aftur.