mánudagur, október 22, 2007

Ég elska tæknina jafn mikið og ég hata hana


Ótrúlegt hvað er endalaust hægt að finna upp sniðuga hluti handa mér, en hann Gunni gaf mér svona psp tölvu af því að hann nennir ekki að fara með mér á sjúkrahúsið þegar ég fer í mínar lyfjameðferðir. Núna er ég búin að læra að fara á netið í þessu apparati og í staðinn fyrir að fara með bók uppí rúm þá fer ég með psp tölvuna og fer fram og aftur um netið fyrir svefninn, alveg afskaplega þægileg og sniðug uppfinning.
Vá hef ekki bloggað lengi en hef verið upptekin af skólanum og well.. öllu sem við kemur heimilinu mínu. Ekki mikið að frétta af mér eins og venjulega, gerist ekki mikið hérna. Er búin að vera að þvælast á bílasölur en það er nú kannski ekkert nýtt.. langar alveg svakalega í nýjan bíl, er með bíladellu og fæ fljótt leið á bílunum mínum.
Það væri nú gaman að vita hvort einhver kemur hingað ennþá, ábyggilega allir löngu búnir að gefast upp á mér og mínu bloggi, get ekki sagt að það sé gaman að lesa alltaf það sama aftur og aftur.

Engin ummæli: