mánudagur, október 22, 2007
hættulegar bréfalúgur
Fyrir einhverju síðan keypti ég mér nýja bréfalúgu af því að gamla var svo lítil og leiðinleg að pósturinn kom oftar en ekki rifinn inn til mín sem mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt. Í gær ákvað ég svo að setja nýju bréfalúguna í og þurfti að saga sem er ekki frásögu færandi nema hvað ég náði í þessa fínu stingsög sem ég fjárfesti í í sumar. Þegar ég hafði lokið öllum mælingum og búin að merkja fyrir nýju bréfalúgunni setti ég sögina í samband og byrjaði að saga á fullu en sá nú fljótlega að þetta væri sko ekki mín deild, var komin í hræðileg vandræði, allt skakkt og bjagað þannig að ég hringdi alveg skelfingu lostin í mág minn og sagði honum að ég væri búin að saga húsið mitt í sundur og væri búin að skemma allt þannig að hann kom og bjargaði málunum á meðan ég bara stóð með stingsögina og tárin í augunum, hélt að allt væri ónýtt. Hann náði sem betur fer að redda þessu en þegar bréfalúgan var komin í þá kom nú í ljós að skrúfurnar sem komu með þessu voru ekki nógu langar þannig að ég þurfti bara að redda því sjálf sem ég gerði svo í dag, og skrúfaði þær alveg sjálf í og gekk bara vel. Þegar ég svo leit inní lúguna sá ég að ekki var allt eins og það átti að vera, það var einhver svona bunga uppí loftið sem átti pottþétt ekki að vera, Brynja litla fór þá inní eldhús og náði í þetta líka fína lím og sprautaði því undir bunguna og hélt henni svo niðri í góða stund eða þangað til ég hélt að þetta væri nú orðið skothelt, þegar ég ætlaði svo að taka hendina úr lúguni var hún bara föst, frekar neyðarlegt þar sem ég stóð úti með hendina fasta inní bréfalúgu. Ég hamaðist þarna í smá stund og náði svo loksins að losa mig, en er nokkuð viss um að það sé hægt að nálgast DNA úr mér í lúgunni, eitthvað af skinninu mínu farið en bréfalúgan virkar fínt þannig að ég er nokkuð ánægð með dagsverkið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
LOL! Bjóst við að sagan myndi enda þannig að þú hefðir þurft að fjárfesta í nýrri hjúmongus bréfalúgu til að fylla upp í gatið sem þú gerðir í hurðina;)
hehe, þetta tók heldur betur á taugarnar, sérstaklega þegar ég var föst í lúgunni...
hahahahahahahahahhehehehehehheehhihihihihhihihihhihohohohohoohoho
Skrifa ummæli