þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Akureyrarmótið búið

Jæja, þá er MJÖG erfiður dagur að líða, vorum á akureyrarmótinu í dag þar sem Daney var að keppa og ég held að hún hafi bara staðið sig mjög vel, á að vísu eftir að fá úrslitin, gat aðeins séð hana í boðhlaupinu þar sem hennar sveit vann!!! sem var bara frábært, Daney byrjaði og náði öllum stelpunum strax. Ég náði bara að sjá hennar riðil í 60m. hlaupinu og þar var hún önnur og veit hún var frekar ofarlega í langstökkinu. Sem sagt, gekk bara mjög vel. Ég var að vinna á mótinu og gat því ekki séð mikið af henni, sem minnir mig á það að ég vil lýsa frati á fjölskilduna fyrir að koma ekki að stiðja stelpuna... þið ættuð að skammast ykkar...!
En jæja, ætla ekki að rífast mikið í ykkur, vona bara að sjá fleiri á vellinum næsta sumar.

l8er

Engin ummæli: