fimmtudagur, janúar 24, 2008

verðandi skurðlæknar

Já það mætti alveg halda að VMA væri að breytast í einhvern skurðlæknaskóla eða eitthvað þessháttar, en ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að þessar skólasystur mínar væru að undirbúa krufningu eða líffæraflutninga!
Þreyta og vesen er búið að vera að hrjá mig síðustu vikur og rétt eins og það ætli bara að halda þannig áfram, held svei mér þá að þetta sé bara leti og ekkert annað. Gengur samt svona ljómandi vel í skólanum, get alls ekki kvartað.
Á heimilinu gengur allt svona þokkalega fyrir utan beinverki og kvef, en krakkarnir tóku uppá því að næla sér í kvef og ég beinverki, hundarnir hafa það þó mjög gott. Læt þetta duga í bili þar sem ég hef bara ekkert að segja núna og er bara alveg að sofna við þetta...

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Skólinn byrjaður

jújú, skólinn er byrjaður sem er bara fínt fyrir utan það hvað er hræðilega erfitt að vakna, maður er bara eitthvað voða lúinn eftir jólin.
En sem sagt þá fórum við Inga og sóttum stundatöflurnar okkar 7. janúar og vorum alveg illa þreyttar eftir helgina, en hún var í heimsókn hjá mér og það var þokkalega tekið á því í singstar sem ég vann auðvitað (ííííhííí)... hmm.. já sem sagt þá þurftum við að bíða í einn og hálfan tíma í biðröð, eða þ.e.a.s. ég þurfti að bíða lengi í biðröð en inga þurfti að bíða eftir mér. Ég var ekki alveg að átta mig á þessu skipulagi í skólanum því að það eru sennilega yfir 1000 nemendur og það voru 2 gamlar kerlingar að afhenda töflurnar, tók agalega langann tíma. Svo seinna um daginn þurfti ég að fara aftur uppí skóla og láta breyta töfluni minni sem tókst og í það skiptið þurfti ég aðeins að bíða í rúman hálftíma, á meðan beið Inga útí bíl og steinsofnaði ! ! !Eftir þetta allt saman var ég orðin alveg hræðilega lúin þannig að ég skutlaði Ingu í búð og svo heim, þarna var ég orðin svo þreytt að ég var alls ekki í ástandi til að aka, en komst heim og crashaði í sófann.
Eftir aðeins viku í skólanum gengur bara allt ljómandi vel, get alls ekki kvartað.
Jæja, varð að henda inn einni færslu svo fólk hætti ekki að kíkja hingað.. þangað til næst.. bæbbz

miðvikudagur, janúar 02, 2008

flogið inní árið 2008

Jæja, nú er ég komin með adsl og er þá sem sagt komin með nokkuð góða tengingu. Jólin alveg að verða búin og við náðum að skjóta gamla árinu burt.
Jólin heppnuðust bara ágætlega hér á mínu heimili þó að ég hafi verið ansi veik en náði svo að fara í lyfjameðferðina mína 28. des. sem heppnaðist bara ágætlega að ég held. Krakkarnir byrja svo í skólanum á föstudaginn og ég byrja sjálf á mánudaginn, já, ég sem sem sagt hætt við að hætta í skólanum. Ottó hans Gunna fór í morgun og Gunni fór svo á sjóinn í dag og ég keyrði hann því til Akureyrar, en á leiðinni þangað gerðist margt sem gerist kannski ekki á hverjum degi. Þegar við vorum hálfnuð til Akureyrar þá tókum við eftir bíl útí kannti sem er nú kannski ekki óvenjulegt og maður stóð niðrí fjöru að taka myndir, þetta fannst mér nú ekkert merkilegt en Gunni horfði á þetta og æpti svo allt í einu "hann er að taka myndir af konu, og hún er nakin" svei mér þá, ég hélt að hann ætlaði í gegnum rúðuna á bílnum og ég var mjög fegin að hafa verið að keyra eða allavega þangað til við vorum alveg að verða komin til Akureyrar því þá sé ég allt í einu flugvél koma á móti mér, ég vissi ekki hvert ég ætlaði mér brá svo mikið, en svo hækkaði flugmaðurinn flugið, ef flugmann skyldi kalla og lék sér á relluni sinni.
En allavega þá leggst 2008 bara ágætlega í mig en vona bara að flugvélar láti mig í friði það sem eftir er af árinu.