En sem sagt þá fórum við Inga og sóttum stundatöflurnar okkar 7. janúar og vorum alveg illa þreyttar eftir helgina, en hún var í heimsókn hjá mér og það var þokkalega tekið á því í singstar sem ég vann auðvitað (ííííhííí)... hmm.. já sem sagt þá þurftum við að bíða í einn og hálfan tíma í biðröð, eða þ.e.a.s. ég þurfti að bíða lengi í biðröð en inga þurfti að bíða eftir mér. Ég var ekki alveg að átta mig á þessu skipulagi í skólanum því að það eru sennilega yfir 1000 nemendur og það voru 2 gamlar kerlingar að afhenda töflurnar, tók agalega langann tíma. Svo seinna um daginn þurfti ég að fara aftur uppí skóla og láta breyta töfluni minni sem tókst og í það skiptið þurfti ég aðeins að bíða í rúman hálftíma, á meðan beið Inga útí bíl og steinsofnaði ! ! !

Eftir aðeins viku í skólanum gengur bara allt ljómandi vel, get alls ekki kvartað.
Jæja, varð að henda inn einni færslu svo fólk hætti ekki að kíkja hingað.. þangað til næst.. bæbbz
1 ummæli:
þú ert nú meiri bykkjan skömmin þin!! má maður sofa...?!
Skrifa ummæli