Jæja, nú er ég komin með adsl og er þá sem sagt komin með nokkuð góða tengingu. Jólin alveg að verða búin og við náðum að skjóta gamla árinu burt.
Jólin heppnuðust bara ágætlega hér á mínu heimili þó að ég hafi verið ansi veik en náði svo að fara í lyfjameðferðina mína 28. des. sem heppnaðist bara ágætlega að ég held. Krakkarnir byrja svo í skólanum á föstudaginn og ég byrja sjálf á mánudaginn, já, ég sem sem sagt hætt við að hætta í skólanum. Ottó hans Gunna fór í morgun og Gunni fór svo á sjóinn í dag og ég keyrði hann því til Akureyrar, en á leiðinni þangað gerðist margt sem gerist kannski ekki á hverjum degi. Þegar við vorum hálfnuð til Akureyrar þá tókum við eftir bíl útí kannti sem er nú kannski ekki óvenjulegt og maður stóð niðrí fjöru að taka myndir, þetta fannst mér nú ekkert merkilegt en Gunni horfði á þetta og æpti svo allt í einu "hann er að taka myndir af konu, og hún er nakin" svei mér þá, ég hélt að hann ætlaði í gegnum rúðuna á bílnum og ég var mjög fegin að hafa verið að keyra eða allavega þangað til við vorum alveg að verða komin til Akureyrar því þá sé ég allt í einu flugvél koma á móti mér, ég vissi ekki hvert ég ætlaði mér brá svo mikið, en svo hækkaði flugmaðurinn flugið, ef flugmann skyldi kalla og lék sér á relluni sinni.
En allavega þá leggst 2008 bara ágætlega í mig en vona bara að flugvélar láti mig í friði það sem eftir er af árinu.
miðvikudagur, janúar 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
skinnie-dipping er bara gaman:oD
Skrifa ummæli