þriðjudagur, desember 11, 2007

the world of "WILD" animals

Ég fór í smá jólagjafaleiðangur til Akureyrar í dag og endaði í dótabúð, ég varð svo hneiksluð þegar ég sá þessi dýr í pakka að ég bara varð að taka mynd af þessu með símanum mínum. Hvaða andskotans perri sér um að pakka svona dýrum, þetta er nú bara hálf dónalegt! ég á ekki til orð...

"WILD" animals...!

mánudagur, desember 10, 2007

Hætt í skóla ! ! !

Já, þá hef ég ákveðið að hætta í skóla, allavega í bili eða þangað til ég finn mér aðra braut.

Annars er nú ekkert voðalega mikið að frétta hér.. aðallega búin að vera að þrífa og hengja upp seríur sem fer alveg voðalega í taugarnar á mér, en ég auglýsi hér með eftir aðventuljósinu mínu, það er horfið. Það stóð alltaf á sama stað inni í geymslu en nú er það bara gufað upp, mjög undarlegt mál, vona allavega að það sé enginn aðventuljósaþjófur á ferðinni á grenivík.

þriðjudagur, desember 04, 2007

29 ára í dag!


Já, ég á afmæli í dag og er þá orðin 29 ára. Engin veisla enda ekkert með það að gera, ætla bara að hafa það gott fyrst skólinn er búinn. Til hamingju ég!

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

þrífum heiminn


Já, verkefnin mín í skólanum geta verið ansi skrítin, en hér er nú eitt af þeim, vildi bara endilega leyfa ykkur að njóta þess að horfa á þetta fallega meistaraverk mitt :o)

mánudagur, nóvember 26, 2007

Ylhýrar skammir

Já nú er ég sko ánægð með frændur mína norðmenn. Mikið hefur verð talað um í stórum fyrirtækjum að nota ensku sem aðalmál, en ég er mikið á móti því af því að íslenskan má einfaldlega ekki deyja út.

Frétt dagsins er þessi að mínu mati:

Risafyrirtækið Statoil í Noregi sendi nýlega samtökum í norskum sjávarútvegi, Norges Fiskarlag, bréf á ensku við lítinn fögnuð viðtakenda. Þeir svöruðu með bréfi – á íslensku, segir í frétt á vefsíðu sænska blaðsins Dagens Nyheter.
Talsmaður Norges Fiskarlag sagði í svarbréfinu að ef landar hans hjá Statoil héldu uppteknum hætti myndi næsta bréf hans verða á máli zúlúmanna í Suður-Afríku. Ráðamenn Statoil hafa nú gefið skipun um að þótt vinnumál fyrirtækisins sé enska skuli framvegis skrifa á norsku þegar um sé að ræða samskipti við Norðmenn.
Dagens Nyheter segir að stórfyrirtæki á Norðurlöndum vilji gjarnan nota ensku sem vinnumál og enska sé æ meira notuð í háskólunum. En vísindamenn séu aðeins lítill hluti af háskólafólkinu, langflestir þurfi að geta notað menntun sína á heimavelli. Mikilvægt sé því að nemarnir þjálfist í að hugsa og nota hugtök í sinni eigin grein á móðurmálinu.

jólin nálgast

skamm ég.. vika og einn dagur síðan ég bloggaði síðast, má bara ekki gerast. En jæja, vika eftir af skólanum, get ekki beðið, er orðin ansi þreytt og langar bara að fá frí.

Það hefur nú ekki mikið gerst hjá mér síðan ég bloggaði síðast, á laugardaginn fór ég til mömmu og skar laufabrauð, eitthvað sem mér finnst alls ekki skemmtilegt, bara verð að gera þetta af því að mér finnst laufabrauð svo andskoti gott, hangikjöt, laufabrauð með smjöri, malt og appelsín, mmmmm...

Í gær fórum við fjölsk. svo uppí skóla í bingo en krakkarnir í þrem efstu bekkjunum eru að safna fyrir skólaferðalagi, líklega til köben, ég fór til noregs á sínum tíma, ætla ekki að reyna að telja árin síðan það var. En við ætluðum sko heldur betur að fá alla vinningana á bingóinu en tókst ekki alveg, Mikki fékk að vísu vinning á sitt spjald og það var gsm sími og margt fleira í vinning og litli gaur heldur betur spenntur, en Valdi skólastjóri fékk líka bingó og þeir þurftu að draga spil, Mikki ekki alveg með heppnina með sér því hann dró þrist, var ansi svekktur yfir því að fá aukavinning sem var kaffipoki, hárteyjur, bátur á subway, ís í brynju og dvd mynd sem hann átti fyrir, en svona er þetta bara og hann verður bara að læra að hann getur ekki fengið allt, og hann var líka fljótur að hressa sig við og kláraði bingóið. Ætlum svo bara að fara aftur á bingó á akureyri á milli jóla og nýárs, fullt af flugeldabingóum þá, bara gaman að fara á bingó!

Í dag keypti ég jólaseríu til að setja á þakskeggið og píndi Gunna til að fara út og græja hana, þar sem hann er að fara á sjó fljótlega aftur þá þarf hann sko að sjá um svona príl og vesen, en hann hafði nú bara gott af þessu.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Snjódagurinn ógurlegi ! ! !

birrr... er að drepast úr kulda.






Það snjóaði svo mikið í gær að þegar við vöknuðum í morgun þá voru komnir himinháir snjóskaflar um allt, það var því farið uppí Jarlstaði með krakkana og hundana til að renna sér. Liðinu var hent í snjógalla, það er að segja krökkunum og Bellu litlu svo að þeim yrði ekki kalt. Við komum okkur fyrir í bílnum, Gunni, ég, Daney, Mikki, Hera og Bella ásamt 2 sleðum sem eru alveg ómissandi fyrir krakkana í snjónum. Þegar við komum að afleggjaranum að Jarlstöðum sjáum við þennan svaka skafl á miðjum veginum, við Gunni lítum á hvort annað og ég sá á svipnum á honum að honum kitlaði alveg ógurlega í hægri fótinn, þ.e.a.s. honum langaði að gefa allt í botn og láta vaða í gegnum skaflinn, ég hins vegar hristi hausinn og sagði "nei" þú kemst aldrei í gegnum þetta, en ég átti nú að vita það að fyrst að ég sagði þetta þá gat hann ekki annað en prófað og steig bensíngjöfina í botn. Þarna vorum við svo, gjörsamlega pikk föst í skaflinum. Gunni hringdi í bróðir sinn og bað hann að koma með skóflu sem hann svo gerði, en á meðan við biðum eftir Stebba bróðir hans Gunna þá fórum við bara fótgangandi síðasta spölinn svo að krakkarnir gætu byrjað að renna sér. Þegar þau voru búin að renna sér góða stund þá komu þeir feðgar, Stebbi og Gunnar Berg, hann Gunnar Berg kom með sleðann sinn svo hann gæti rennt sér með Mikka og Daney, mikið fjör og mikið gaman og á meðan þá fór hann Gunni að moka upp bílinn sem var nú bara mátulegt á hann.



Eftir mikið puð og mikinn snjómokstur þá tókst honum nú að losa bílinn og keyrði hann niður afleggjarann til að snúa við þar. Krakkarnir renndu sér þá tvær ferðir í viðbót og þá var farið að hlaða í bílinn til að komast heim, en hann Mikki var nú ekki alveg til í að fara aftur í bílinn, sérstaklega ekki upp heimreiðina þannig að ég ákvað að labba með honum en Daney fór í bílnum með Gunna. Við Mikki leyfðum Gunna að keyra á undan okkur svo að við yrðum ekki fyrir þegar hann myndi fara í gegnum skaflinn sem hann hafði fest sig í, við horfðum á eftir þeim fara upp í brekkuna og svo í gegnum skaflinn, en þá stoppaði hjartað í mér í smá stund því að allt í einu fór bíllinn í aðra átt en hann átti að fara, þau voru komin útaf veginum! Ekki gaman að horfa á eftir barninu sínu í svona aðstæðum, þó að þetta hafi nú ekki verið mikið þá vissi ég að hún Daney væri í sjokki. Ég og Mikki hröðuðum okkur af stað til þeirra og þegar við vorum alveg að komast til þeirra þá voru þau að koma út úr bílnum, Daney skjálfandi með skeifu, en lagaðist nú samt fljótt þegar ég var búin að tala við hana og stappa í hana stálinu. Þarna þurfti Stebbi bróðir hans Gunna að bjarga okkur aftur, fara og ná í einhvern jeppakarl til að draga okkur úr þessari vitleysu sem þetta var komið í. Gísli og Stebbi komu svo á jeppanum hans Gísla sem dró okkur svo úr þessu.






Þegar heim var komið fengu krakkarnir svo heitt fótabað og Gunni bakaði vöfflur, aðeins til að bæta upp þessa vitleysu sem hann kom okkur í...

laugardagur, nóvember 17, 2007

gleymdi að blogga í gær

Ég sem ætlaði að vera svo rosalega dugleg í gær og blogga en bara gleymdi því. Það var dagur íslenskrar tungu í gær og allt að gerast, kallinn orðinn 200 ára, sko Jónas Hallgrímsson, og fór það nú ekki framhjá manni því sjónvarpið hélt mikið uppá þennan dag. Ég vil svo nota tækifærið og óska Hinrik og Guggu til hamingju með litlu stúlkuna sem þau eignuðust í gær.

Og já, fyrst það var dagur íslenskrar tungu þá ætla ég að setja inn nokkur nýyrði...

DATE
ég var í þingum við konu eina - ég dagaði mann í hálft ár - ég fór í útboð með konu einni.

CASUAL
Hann var í mjög fínfrjálsum fatnaði - hann var í kastklæðum - hann er mjög flottlegur í klæðaburði - *Hann var í dagfínum fatnaði.

OUTLET
Ég fór í restlun í Bandaríkjunum - ég fór í útlátsbúð í Bandaríkjunum - ég fór í síðbúð í Bandaríkjunum - *ég fór í merkjamarkað í Bandaríkjunum.

TRENDSETTER
Hún er mikil nýkúra - hann er mikill forspilari - hún er mikill startari - hann er stílvísir - *hún er tískuviti.

WANNABE
Hann er villingur - hún er vonbiðill - hún er simbi - *hann er reynir.

Þetta var nú bara á blaði sem íslensku kennarinn minn lét mig fá á mánudaginn.. langaði endilega að deila þessu með ykkur.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

3 vikur!

Jæja, nú eru bara 3 vikur eftir af skólanum og persónulega finnst mér það 2 vikum of mikið, ég er bara orðin voða þreytt, ekkert nema lærdómur síðustu daga og á ekki eftir að skána næstu vikur...

En... já... hvað hefur verið að gerast síðan ég bloggaði svona alvöru blogg síðast.. jú, laugardagslögin, það virðist vera að ho ho ho we say hey hey hey sé að gera allt vitlaust í landinu núna, þetta er svona ekta nútíma eurovision lag ef það er eitthvað svoleiðis til, mér persónulega finnst þetta lag eiga að fara út, þetta virkar... og ekki skemmir að hafa hálf nakta karlmenn á sviðinu þar sem fólk segir að einungis kerlingar og hommar horfi á þessa keppni, þetta er 100%

Þó að ég hafi verið að læra eins og vitleysingur síðustu daga þá gaf ég mér tíma í að fara til Akureyrar með Gunna í verslunarferð, málið er að við erum orðin löngu leið á ljósunum í stofunni og ganginum hjá okkur þannig að við fórum í byko og keyptum þessi líka fínu ljós sem voru á 50% afslætti, ekki leiðinlegt að fá helmings afslátt á einhverju sem manni langar obbo mikið í, en já, við keyptum sem sagt 8 svona ljós og ég spurði afgreiðslumanninn í ljósadeildinni eða hvað sem þessi deild nú heitir hvort það væri nokkuð vesen að setja þessi ljós í, nei hann hélt nú ekki, þetta væri mjög einfalt, og gerðist bara ekki einfaldara þannig að við borguðum alveg ægilega montin með nýju ljósin okkar og fórum svo heim. Þegar Gunni prílaði svo uppí stiga í gær og skellti einu ljósinu í þá sprakk peran, greinilegt að hann hafði gert einhverja vitleysu, þannig að hann ákvað að bíða með þetta þangað til í dag og fá hjálp við þetta. Í dag lásum við Gunni leiðbeiningarnar fram og aftur og jú, átti að vera nokkuð einfalt, en eitt smáatriði sem afgreiðslumaðurinn sagði okkur ekki, en það var að það þarf spennubreyti!... Eftir að Gunni fór og talaði við fagmann kom í ljós að við þurfum spennubreyti við öll ljósin, sem sagt fyrir ofan plöturnar í loftinu, utan um þá þarf að smíða eitthvað dæmi, og til að koma þessu þangað þarf annaðhvort að rífa niður loftplöturnar eða rífa helvítis þakið af húsinu... Ég er langt frá því að vera ánægð með þetta og grey starfsmenn byko þegar ég fer þangað eftir helgi!!!!!

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Bara smá djók í dag!

What A Woman Wants Vs. What A Man Wants

WOMAN'S POEM:


Before I lay me down to sleep, I pray for a man, who's not a creep,One who's handsome, smart and strong. One who loves to listen long, One who thinks before he speaks, One who'll call, not wait for weeks. I pray he's gainfully employed, When I spend his cash, won't be annoyed.Pulls out my chair and opens my door, Massages my back and begs to do more. Oh! Send me a man who'll make love to my mind, Knows what to answer to "how big is my behind?" I pray that this man will love me to no end, And always be my very best friend.

MAN'S POEM:

I pray for a deaf-mute nymphomaniac with huge boobs who owns a liquor store and a golf course.This doesn't rhyme and I don't give a shit.


Freindship: Men vs Women

Friendship Between Women: A woman didn't come home one night. The next day she told her husband that she had slept over at a friend's house. The man called his wife's 10 best friends. None of them knew about it.

Friendship between Men: A man didn't come home one night. The next day he told his wife that he had slept over at a friend's house. The woman called her husband's 10 best friends. Eight of them confirmed that he had slept over, and two claimed that he was still there.


And They Say Blondes Are Dumb

One day a housework-challenged husband decided to wash his Sweatshirt. Seconds after he stepped into the laundry room, he shouted to his wfe, "What setting do I use on the washing machine?"
"It depends," she replied. "What does it say on your shirt?" He yelled back, "University of Oklahoma."


Definition Of UGLY
An UGLY woman walks into a shop with her two kids.
The shopkeeper asks "Are they twins?"
The woman says "No, he's 9 and she's 7. Why? Do you think they look alike?" "No", he replies, "I just can't believe you got laid twice!"


I'm Looking For My Wife

Two guys are walking around the mall when their carts collide. One guy says to the other, "Hey, I looking for my wife?"
" What a conincidence, so am I," says the other man. "Maybe I can help you. What does she look like?"
" Well, she's tall, thin, has dark hair, nice big firm boobs and tight rear end. What does your wife look like?"
" Nevermind, lets just go look for yours."

mánudagur, nóvember 05, 2007

Til hamingju Ragnheiður ! ! !


Hún á afmæl'í dag
hún á afmæl'í dag
hún á afmæl'hún Ragga
hún á afmæl'í dag.
Hún er 14 + 14 í dag
hún er 14 + 14 í dag
hún er 14 + 14 hún Ragga
hún er 14 + 14 í dag.
Jibbí... það eru bara afmæli á hverjum degi, þetta er snilld...
En, well, til hamingju með afmælið Ragnheiður mín, og hafðu það sem allra best...

laugardagur, nóvember 03, 2007

Til hamingju Mikael...


Jæja, þá er langur dagur að baki, en hann Mikael (litla barnið mitt) hélt uppá 8 ára afmælið sitt í dag, en stóri dagurinn er svo á morgun, 4. nóvember. Margir komu í afmælið, bæði stórir og smáir og gæddu sér á allskonar góðgæti sem var í boði, sá stutti var himinlifandi og þá sérstaklega af því að hann fékk marga pakka og mikið af Liverpool dóti sem hann hafði óskað sér, eins og Liverpool sængurverasett, handklæði og galla, svo fékk hann líka fullt af flottum fötum eins og nike galla, nike peysu, hettupeysu, náttföt, tæknikubba, leikjaborð og 13 þús kall í peningum. Það er sko alveg spurning hvort maður fari ekki bara að taka uppá því að halda uppá afmælið sitt, væri sko alveg til í margt af þessu en kannski ekki Liverpool...
Þegar ég spurði hann svo hvað hann ætlaði sér að gera með peninginn þá sagðist hann bara ætla að spara, (greinilega vel upp alinn). En ég sagði honum nú samt að hann mætti alveg kaupa sér eitthvað sem hann virkilega langar í fyrir þennan pening, og hann ætlar bara að hugsa sig vel um.
Annars er ekkert mikið um að vera hjá mér. Ég kláraði að vísu vefinn í gær og er bara þokkalega ánægð með útkomuna. Lítið annað að gera þessa dagana en að læra, reyna að koma vel frá þessari önn, og jú.. ég sótti um skóla á næstu önn þó að læknirinn væri búinn að biðja mig um að taka mér smá pásu frá skóla, en ég verð nú bara að hugsa um geðheilsuna, ekki gott að hanga bara heima. Það sem ég sótti um á næstu önn er vefnaður 303, myndvefnaður 112, bindifræði 101, listir og menning 113, stærðfræði 262 og photoshop eitthvað.. veit ekki hvað sá áfangi heitir, enda sá Sveina frænka sem er einnig umsjónarkennarinn minn um að hjálpa mér að velja.. svo bara kemur í ljós hvort ég komist í þessa áfanga... Jæja, hef bara ekkert meira til að tala um núna, þangað til næst... bæjó...

mánudagur, október 29, 2007

ekki minn dagur

Í morgun vaknaði ég mjög óþægilega, en hún Magga sis er vön að koma til að græja krakkana í skólann af því að skólinn þeirra byrjar ekki fyrr en kl 8:40 en minn kl 8:15 og ég þarf að keyra í 25 mín til að komast í skólann. Oftast vakna ég um kl 6:30, fer í sturtu, fæ mér morgunmat, góða "rettu" og græja mig svo í skólann. Í morgun var það örðuvísi, ég var einmitt að tala við Röggu vinkonu á laugardagskvöldið að hún þyrfti að breyta klukkuni hjá sér af því að hún býr í Danmörku og nú er klukkunni breytt yfir í vetrartímann, en nóg um það, ég man að ég stillti klukkuna í símanum mínum kl 6:30 og sá það líka í morgun þegar Magga vakti mig þá leit ég á klukkuna og sá að hún var 6:25 og var að spá hvað í andskotanum hún væri að koma svona snemma, en hún bara kallaði, "er enginn vaknaður! klukkan er hálf átta!" eftir að ég hafði klipið mig þrisvar og slegið mig einu sinni utanundir svona rétt til að tékka hvort ég væri nokkuð að dreyma þá stökk ég framúr rúminu með símann minn sem ég rétti svo Möggu og sagði henni að sjá hvað klukkan væri, hún leit á símann og svo á mig og sagði að klukkan í símanum væri vitlaus, ég leit því á klukkuna í stofunni, og viti menn... Magga hafði rétt fyrir sér. Þannig er það að þegar ég fékk mér nýjan síma og stillti klukkuna í honum þá gleymdi ég að stilla hana á íslenska dæmið þannig að klukkan í símanum hafði sjálfkrafa breyst um helgina og ég tók ekki eftir neinu. Þegar ég hafði áttað mig á þessu í morgun þá sá ég að fyrsti tíminn átti að byrja eftir 45 mínútur, þannig að ég stökk í sturtu, klæddi mig, nældi mér svo í kókómjólk úr ískápnum, tók allt draslið sem ég þurfti og brunaði í skólann og náði að koma á réttum tíma, gekk inní stofuna um leið og kennarinn. Ég vil taka það fram að ég keyrði á löglegum hraða...
Ég var nú bara þokkalega ánægð með fyrsta tímann sem var íslenska, ég fékk til baka tvö próf sem ég var búin að fara í og fékk 9,25 í þeim báðum, mjög sátt við það... en þegar seinni tíminn var hálfnaður fann ég að mér var farið að líða eitthvað illa, greinilega komin með hita en í gær fékk ég einhverja sýkingu í hálsinn þannig að þetta er greinilega einhver pesti sem ég er búin að næla mér í. Eftir íslensku tímana þurfti ég að fara niðrá listasafn, brunaði þangað og auðvitað var læst, ég stóð þarna úti fárveik í frostinu og hamaðist á dyrabjöllunni í von um að mér yrði hleypt inn sem allra fyrst, óskin mín rættist svo 5 mín síðar. Sýninguna var ég svo ekkert voðalega ánægð með ef á heildina er litið og nenni ekki að ræða það frekar hér af því að ég á eftir að gera verkefni um hana og ætla ekki að eyða orðum í þessa sýningu tvisvar.
Eftir sýninguna brunaði ég svo aftur uppí skóla af því að ég átti 4 sjónlistartíma eftir, þarna var ég orðin ansi slöpp og vissi ekki alveg hvort ég myndi lifa daginn af, en ég harkaði af mér og var svo búin í skólanum kl 14:40 og keyrði þá heim í móðu. Þegar heim var komið setti ég í þvottavél, hjálpaði krökkunum að læra, horfði á sápurnar mínar og eldaði matinn sem ég gat svo ekki borðað og fór bara uppí sófa og náði að lúra þar í 30 mín en þá fór ég að brjóta saman allann þvottinn sem ég þvoði í gær, svo setti ég í uppþvottavélina, rak krakkana í háttinn og sagði "nú er mamma farin í verkfall"...

föstudagur, október 26, 2007

höfuðverkur

Vá hvað ég var þreytt þegar ég vaknaði í morgun, var alveg að sofna í gærkvöldi þegar Gunni hringdi og það tók sinn tíma að reyna að sofna eftir það. Ég fór svo á fætur klukkan 7:30 í morgun og kom Daney og Mikael í skólann og fór svo sjálf í skólann. Ég var það þreytt að ég var mikið að hugsa um að mæta ekki í stærðfræði en gerði það sem betur fer og þrátt fyrir þreytuna þá náði ég að koma nokkrum formúlum inní hausinn á mér. Þegar ég kom svo heim í dag fékk ég þennan svaka höfuðverk sem ég virðist ekki ætla að losna við, stærðfræði formúlurnar hafa greinilega farið eitthvað öfugt inní hausinn minn.
Núna sit ég bara fyrir framan tölvuna... hmm... ég lýg því, ég sit uppí sófa með tölvuna í fanginu og horfi á sjónvarpið með öðru.. sem fær mig til að muna eftir fréttunum... ég meina, hvernig er eiginlega uppeldi á krökkum í dag, það var sýnt myndband í fréttunum af því þegar einhver unglingahópur kom saman fyrir utan Glerártorg á miðjum degi til að slást, svo settu þessir krakkar þetta á www.youtube.com (hægt að slá inn slagsmál þá kemur þetta upp).. maður er ekki alveg að skilja þessa krakka, en ég á sko eftir að hlægja þegar þetta lið verður eldra og endar á bak við lás og slá.
Áður en ég fór úr bænum í dag fór ég í tiger og keypti mér tvær dvd myndir (Kurt og Courtney, og Manden uden ansigt), því eins og venjuega þá er ekkert í sjónvarpinu um helgar... Alltaf hægt að treysta á Tiger...

miðvikudagur, október 24, 2007

LOL

Alltaf gaman að gramsa á Wikipedia

A used condom fetish is a sexual fetish where a person uses a discarded condom for sexual pleasure by masturbating with, ingesting, or inserting the contents of the used condom into their anus or vaginal cavity.
Most persons with a used condom fetish obtain their used condoms by searching, or “condom hunting”, areas where people engage in public sex in places like a parking lot, lover's lane, truck stop, alley, adult theater, or a gay bath house.
A condom fetish is also satisfied by “condom swapping”, which is the act of making arrangements with another person to pick up, drop off, or deliver a used condom to the willing recipient. Condom swapping is generally best done locally since most delivery and postal companies will not accept a used condom for delivery.

Brynju-kúrinn

Hef verið að hugsa útí þetta í dag, allir í kringum mig eru á einhverjum megrungarkúrum sem sem gerir það að verkum að fólk breytir svo miklu að það springur, og þá er ég aðallega að tala um matinn og ræktina, sem endar náttúrulega með því að fólk hættir að fara í ræktina og étur á sig gat og þá koma aukakílóin aftur á einni viku. Ég hef prófað nýja aðferð sem virkar á mig og ég hef nú ekki þurft að breyta miklu nema kannski klæðnaði. Ótrúlegt hvað föt og hugarfar segja mikið um þetta.
Það fyrsta sem fólk þarf að gera er að losa sig við pilsin, kjólana, gallabuxurnar og öll þröng föt sem maður fer aðeins í til að vera "flottur", en vandamálið er að fáum líður voðalega vel í svona fötum þar sem hreyfingar verða erfiðari og maður verður bara stífur og skapvondur, og endar á því að ef maður er að gera eitthvað þá þreytist maður fyr og leggst bara uppí sófa og vorkennir sjálfum sér. Og tala nú ekki um brjóstahaldara sem maður tekur eftir að konur eru í sem gerir það að verkum að þær líta út eins og þær séu með risa undirhöku og svo poppa þau bara uppúr ef maður hreyfir sig aðeins of mikið eða snögglega.

Brynju-kúrinn virkar svona:

Verslaðu fötin þín í sport-búðum, létt föt og það er hægt að fá ótrúlega flott föt þar sem eru líka þægileg. Þau eru létt og manni líður svo miklu betur og finnur það strax sama dag. Þreytist síður og verður þar af leiðandi betri í skapinu.

Svo borðar maður bara eins og maður er vanur að gera, þarf lítið sem ekkert að breyta mataræðinu nema bara hlaða ekkert of mikið af nammi í sig. ALLS EKKI borða yfir sjónvarpinu, það er pottþétt að maður borðar meira, og ef það er videokvöld, þá má ekki borða nammi eða snakk á meðan nema um helgar (nema sunnudaga). Eða þá að velja sér önnur tvö kvöld í vikunni til að gera svoleiðis, en passa samt að hlaða ekki í sig nammi þannig að manni líði illa. Að lokum þá á maður ALLTAF að borða með hnífapörum, það er algjört must... maður borðar bæði hægar og minna. Svo skemmir náttúrulega ekki ef maður borðar einn ávöxt á dag.

Þetta er nú ekki mikið, en ég er pottþétt á að þetta virkar fyrir flesta ef ekki alla, allavega virkar þetta mjög vel á mig og nú er ég orðin fastakúnni í sportvörubúðum og finnst það bara frábært, og einnig er ég nánast laus við bakverkina sem ég var alltaf að fá, langt síðan ég fékk í bakið síðast.
Vona að einhver nennir að prófa þetta, og ef eitthvað vefst fyrir fólki þá bara spurja mig útí þetta, þetta er einfaldara en þið haldið.

Bið að heilsa í bili... c ya...

þriðjudagur, október 23, 2007

dugleg í dag


Var að koma heim úr skólanum, átti að vera til 13:00 en Björg sjónlistarkennarinn var fjarverandi þannig að ég bara brunaði heim, ansi ánægð að vera búin snemma. Fór í skólann snemma og var bara í VEF 203 og náði að vefa heila 90 cm, og vantar bara 20 cm til þess að klára dúkinn minn.. svo geri ég annann og býst við því að ég nái að klára þetta í næstu viku og ef ég verð svo heppin að geta það þá er ég bara búin með áfangann og þarf þá ekki að fara í skólann og fimmtudögum og bara einn tíma á þriðjudögum, þetta er náttúrulega bara snilld.
Annars þá er nú ekki mikið að gera hjá mér í skólanum, fór í stærðfræðipróf um daginn og fékk 5 og var nú bara alveg ágætlega ánægð með það þar sem meðaleinkunin úr þessu prófi var bara rétt rúmlega 3, erfið þessi stærðfræði 122, mæli sko ekki með þessu enda hálf tilgangslaus reikningur. Mér gengur líka vel í sjónlist 203, en ég náði að gera litahringinn á einum degi og það kallast gott, svo gengur mér líka vel í íslensku 212 en listir og menning 203 er ekki alveg að gera sig, líkar vel við kennarann en erfitt þar sem hún er ekki alveg á jörðinni og hún heldur ábyggilega að við séum ekki í neinum öðrum áföngum sem er nú ekki alveg nógu gott. Annars þá er ég að vonast eftir fyrstu 10nni minni í vetur, fékk 6 9r í fyrra ásamt einni 8u og einni 7u, en ef ég fæ 10 í vetur þá verður það í vef og er að vona það, er með pottþétta 9 þar. Þið getið séð verkefnið mitt á mynd hér að ofan, þetta er ekki úr neinu blaði, algjörlega mín hönnun sem ég er mjög ánægð með.

mánudagur, október 22, 2007

hættulegar bréfalúgur

Fyrir einhverju síðan keypti ég mér nýja bréfalúgu af því að gamla var svo lítil og leiðinleg að pósturinn kom oftar en ekki rifinn inn til mín sem mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt. Í gær ákvað ég svo að setja nýju bréfalúguna í og þurfti að saga sem er ekki frásögu færandi nema hvað ég náði í þessa fínu stingsög sem ég fjárfesti í í sumar. Þegar ég hafði lokið öllum mælingum og búin að merkja fyrir nýju bréfalúgunni setti ég sögina í samband og byrjaði að saga á fullu en sá nú fljótlega að þetta væri sko ekki mín deild, var komin í hræðileg vandræði, allt skakkt og bjagað þannig að ég hringdi alveg skelfingu lostin í mág minn og sagði honum að ég væri búin að saga húsið mitt í sundur og væri búin að skemma allt þannig að hann kom og bjargaði málunum á meðan ég bara stóð með stingsögina og tárin í augunum, hélt að allt væri ónýtt. Hann náði sem betur fer að redda þessu en þegar bréfalúgan var komin í þá kom nú í ljós að skrúfurnar sem komu með þessu voru ekki nógu langar þannig að ég þurfti bara að redda því sjálf sem ég gerði svo í dag, og skrúfaði þær alveg sjálf í og gekk bara vel. Þegar ég svo leit inní lúguna sá ég að ekki var allt eins og það átti að vera, það var einhver svona bunga uppí loftið sem átti pottþétt ekki að vera, Brynja litla fór þá inní eldhús og náði í þetta líka fína lím og sprautaði því undir bunguna og hélt henni svo niðri í góða stund eða þangað til ég hélt að þetta væri nú orðið skothelt, þegar ég ætlaði svo að taka hendina úr lúguni var hún bara föst, frekar neyðarlegt þar sem ég stóð úti með hendina fasta inní bréfalúgu. Ég hamaðist þarna í smá stund og náði svo loksins að losa mig, en er nokkuð viss um að það sé hægt að nálgast DNA úr mér í lúgunni, eitthvað af skinninu mínu farið en bréfalúgan virkar fínt þannig að ég er nokkuð ánægð með dagsverkið.

Ég elska tæknina jafn mikið og ég hata hana


Ótrúlegt hvað er endalaust hægt að finna upp sniðuga hluti handa mér, en hann Gunni gaf mér svona psp tölvu af því að hann nennir ekki að fara með mér á sjúkrahúsið þegar ég fer í mínar lyfjameðferðir. Núna er ég búin að læra að fara á netið í þessu apparati og í staðinn fyrir að fara með bók uppí rúm þá fer ég með psp tölvuna og fer fram og aftur um netið fyrir svefninn, alveg afskaplega þægileg og sniðug uppfinning.
Vá hef ekki bloggað lengi en hef verið upptekin af skólanum og well.. öllu sem við kemur heimilinu mínu. Ekki mikið að frétta af mér eins og venjulega, gerist ekki mikið hérna. Er búin að vera að þvælast á bílasölur en það er nú kannski ekkert nýtt.. langar alveg svakalega í nýjan bíl, er með bíladellu og fæ fljótt leið á bílunum mínum.
Það væri nú gaman að vita hvort einhver kemur hingað ennþá, ábyggilega allir löngu búnir að gefast upp á mér og mínu bloggi, get ekki sagt að það sé gaman að lesa alltaf það sama aftur og aftur.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Akureyrarmótið búið

Jæja, þá er MJÖG erfiður dagur að líða, vorum á akureyrarmótinu í dag þar sem Daney var að keppa og ég held að hún hafi bara staðið sig mjög vel, á að vísu eftir að fá úrslitin, gat aðeins séð hana í boðhlaupinu þar sem hennar sveit vann!!! sem var bara frábært, Daney byrjaði og náði öllum stelpunum strax. Ég náði bara að sjá hennar riðil í 60m. hlaupinu og þar var hún önnur og veit hún var frekar ofarlega í langstökkinu. Sem sagt, gekk bara mjög vel. Ég var að vinna á mótinu og gat því ekki séð mikið af henni, sem minnir mig á það að ég vil lýsa frati á fjölskilduna fyrir að koma ekki að stiðja stelpuna... þið ættuð að skammast ykkar...!
En jæja, ætla ekki að rífast mikið í ykkur, vona bara að sjá fleiri á vellinum næsta sumar.

l8er

mánudagur, ágúst 20, 2007

hæ fólkz...

sælar elskurnar mínar... er komin með myndir inn, klikkið bara að linkinn hér til hliðar, að vísu bara komnar um 30 myndir frá Roskilde festival 2003...
Stór dagur á morgun, Akureyrarmótið í frjálsum, hún Stefanía Daney að keppa og ég verð að vinna á vellinum.
en jæja, ætlaði bara að láta vita af myndunum, reyni að bæta myndum við fljótlega...

l8er

laugardagur, ágúst 18, 2007

Var að fá mér nýja tölvu



Var að fá mér tölvu í gær, alveg svakalega flotta... Eh, varð eiginlega að monta mig aðeins...

Annars er lítið að frétta þessa dagana, tel bara niður þangað til skólinn byrjar, kvíði pínu fyrir, sérstaklega af því að nú þurfa börnin mín að fara að sjá um sig svolítið sjálf, ekkert elsku mamma lengur sko.
ætla nú bara að hafa þetta stutt núna, er að fara í sturtu og svo uppá tjaldstæði þar sem Grenivíkur gleðin verður langt framá nótt, ætla að reyna að skemmta mér eitthvað pínu.

l8er

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Latari en allt

Ok, ég veit að ég er búin að vera voða löt við bloggið en sjáum til hvað gerist núna, betra seint en aldrei segir mamma mín að minnsta kosti og ekki hafa mömmur rangt fyrir sér...
Það er búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér í sumar, og eru íþróttir krakkana þar efst á blaði, æfingar fjóra daga vikunnar, fótbolti og svo þarf ég að keyra Daney til Akureyrar í frjálsar tvisvar til þrisvar í viku sem er nú bara fínt, henni gengur nefnilega svo vel, á mánudaginn þá bætti hún sig enn einu sinni í langstökki og stökk 3,50m. sem er mjög gott. (amma hennar stökk styttra en það þegar hún var 13 eða 14 ára). Svo eru krakkarnir búnir að fara nokkrum sinnum í útilegu en sumarið byrjaði ekki vel þar sem mamma fór með krakkana í útilegu á Sigríðarstöðum og ég fékk hann Mikka minn brotinn til baka.
Á föstudaginn fór ég í fiskisúpu á Dalvík og var það bara fínt, alls ekki slæmt að fá frítt að éta og tala nú ekki um fiskisúpu sem er einn að mínum uppáhalds réttum. Eftir viku byrjar svo skólinn og þá verður nóg að gera hjá mér, og þar sem Gunni er á sjó þá þarf ég að stunda skólann, hugsa um börnin, hundana og heimilið alein, verður erfitt en ég veit að ég get það, þó að hrukkurnar verða ábyggilega nokkrar um jólin. Annars er nú bara allt gott að frétta af mér, eða já, kannski ekki, helvítis hitaveitan er að gera mig geðveika, eyddi milljón í lóðina mína fyrir 3 árum og svo var bara allt grafið í sundur hjá mér og nú er grasið dautt og frágangurinn alls ekki nógu góður! alls ekki sátt við þetta...
Jæja, ég reyni að vera duglegri við að blogga, að vísu eru ábyggilega allir búnir að gefast upp á mér þannig að það sér enginn hvað ég er að tuða hér...
allavega

see ya l8er

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

I'm Back

Ok, ég veit að ég hef ekki bloggað síðan í maí í fyrra en ætla að reyna að gera betur núna, þ.e.a.s. ef einhver vill lesa bullið sem á eftir að koma hingað...