miðvikudagur, október 24, 2007

Brynju-kúrinn

Hef verið að hugsa útí þetta í dag, allir í kringum mig eru á einhverjum megrungarkúrum sem sem gerir það að verkum að fólk breytir svo miklu að það springur, og þá er ég aðallega að tala um matinn og ræktina, sem endar náttúrulega með því að fólk hættir að fara í ræktina og étur á sig gat og þá koma aukakílóin aftur á einni viku. Ég hef prófað nýja aðferð sem virkar á mig og ég hef nú ekki þurft að breyta miklu nema kannski klæðnaði. Ótrúlegt hvað föt og hugarfar segja mikið um þetta.
Það fyrsta sem fólk þarf að gera er að losa sig við pilsin, kjólana, gallabuxurnar og öll þröng föt sem maður fer aðeins í til að vera "flottur", en vandamálið er að fáum líður voðalega vel í svona fötum þar sem hreyfingar verða erfiðari og maður verður bara stífur og skapvondur, og endar á því að ef maður er að gera eitthvað þá þreytist maður fyr og leggst bara uppí sófa og vorkennir sjálfum sér. Og tala nú ekki um brjóstahaldara sem maður tekur eftir að konur eru í sem gerir það að verkum að þær líta út eins og þær séu með risa undirhöku og svo poppa þau bara uppúr ef maður hreyfir sig aðeins of mikið eða snögglega.

Brynju-kúrinn virkar svona:

Verslaðu fötin þín í sport-búðum, létt föt og það er hægt að fá ótrúlega flott föt þar sem eru líka þægileg. Þau eru létt og manni líður svo miklu betur og finnur það strax sama dag. Þreytist síður og verður þar af leiðandi betri í skapinu.

Svo borðar maður bara eins og maður er vanur að gera, þarf lítið sem ekkert að breyta mataræðinu nema bara hlaða ekkert of mikið af nammi í sig. ALLS EKKI borða yfir sjónvarpinu, það er pottþétt að maður borðar meira, og ef það er videokvöld, þá má ekki borða nammi eða snakk á meðan nema um helgar (nema sunnudaga). Eða þá að velja sér önnur tvö kvöld í vikunni til að gera svoleiðis, en passa samt að hlaða ekki í sig nammi þannig að manni líði illa. Að lokum þá á maður ALLTAF að borða með hnífapörum, það er algjört must... maður borðar bæði hægar og minna. Svo skemmir náttúrulega ekki ef maður borðar einn ávöxt á dag.

Þetta er nú ekki mikið, en ég er pottþétt á að þetta virkar fyrir flesta ef ekki alla, allavega virkar þetta mjög vel á mig og nú er ég orðin fastakúnni í sportvörubúðum og finnst það bara frábært, og einnig er ég nánast laus við bakverkina sem ég var alltaf að fá, langt síðan ég fékk í bakið síðast.
Vona að einhver nennir að prófa þetta, og ef eitthvað vefst fyrir fólki þá bara spurja mig útí þetta, þetta er einfaldara en þið haldið.

Bið að heilsa í bili... c ya...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg er ég sammála þér, ég er líka mjög dugleg í íþróttagöllunum, alger snilld;)

Patzy sagði...

já.. ég skil ekki af hverju ég gerði þetta ekki fyrr, mér líður svo miklu betur