þriðjudagur, október 23, 2007

dugleg í dag


Var að koma heim úr skólanum, átti að vera til 13:00 en Björg sjónlistarkennarinn var fjarverandi þannig að ég bara brunaði heim, ansi ánægð að vera búin snemma. Fór í skólann snemma og var bara í VEF 203 og náði að vefa heila 90 cm, og vantar bara 20 cm til þess að klára dúkinn minn.. svo geri ég annann og býst við því að ég nái að klára þetta í næstu viku og ef ég verð svo heppin að geta það þá er ég bara búin með áfangann og þarf þá ekki að fara í skólann og fimmtudögum og bara einn tíma á þriðjudögum, þetta er náttúrulega bara snilld.
Annars þá er nú ekki mikið að gera hjá mér í skólanum, fór í stærðfræðipróf um daginn og fékk 5 og var nú bara alveg ágætlega ánægð með það þar sem meðaleinkunin úr þessu prófi var bara rétt rúmlega 3, erfið þessi stærðfræði 122, mæli sko ekki með þessu enda hálf tilgangslaus reikningur. Mér gengur líka vel í sjónlist 203, en ég náði að gera litahringinn á einum degi og það kallast gott, svo gengur mér líka vel í íslensku 212 en listir og menning 203 er ekki alveg að gera sig, líkar vel við kennarann en erfitt þar sem hún er ekki alveg á jörðinni og hún heldur ábyggilega að við séum ekki í neinum öðrum áföngum sem er nú ekki alveg nógu gott. Annars þá er ég að vonast eftir fyrstu 10nni minni í vetur, fékk 6 9r í fyrra ásamt einni 8u og einni 7u, en ef ég fæ 10 í vetur þá verður það í vef og er að vona það, er með pottþétta 9 þar. Þið getið séð verkefnið mitt á mynd hér að ofan, þetta er ekki úr neinu blaði, algjörlega mín hönnun sem ég er mjög ánægð með.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst þetta geggjað flott hjá þér:o) áfram Brynja!!!

Nafnlaus sagði...

Ég sé eftir því að hafa ekki farið í Vef á sínum tíma... pottþétt að ég geri það þegar ég flyt aftur til Akureyrar:)

Patzy sagði...

já... svakalega gaman í vef...