mánudagur, október 29, 2007

ekki minn dagur

Í morgun vaknaði ég mjög óþægilega, en hún Magga sis er vön að koma til að græja krakkana í skólann af því að skólinn þeirra byrjar ekki fyrr en kl 8:40 en minn kl 8:15 og ég þarf að keyra í 25 mín til að komast í skólann. Oftast vakna ég um kl 6:30, fer í sturtu, fæ mér morgunmat, góða "rettu" og græja mig svo í skólann. Í morgun var það örðuvísi, ég var einmitt að tala við Röggu vinkonu á laugardagskvöldið að hún þyrfti að breyta klukkuni hjá sér af því að hún býr í Danmörku og nú er klukkunni breytt yfir í vetrartímann, en nóg um það, ég man að ég stillti klukkuna í símanum mínum kl 6:30 og sá það líka í morgun þegar Magga vakti mig þá leit ég á klukkuna og sá að hún var 6:25 og var að spá hvað í andskotanum hún væri að koma svona snemma, en hún bara kallaði, "er enginn vaknaður! klukkan er hálf átta!" eftir að ég hafði klipið mig þrisvar og slegið mig einu sinni utanundir svona rétt til að tékka hvort ég væri nokkuð að dreyma þá stökk ég framúr rúminu með símann minn sem ég rétti svo Möggu og sagði henni að sjá hvað klukkan væri, hún leit á símann og svo á mig og sagði að klukkan í símanum væri vitlaus, ég leit því á klukkuna í stofunni, og viti menn... Magga hafði rétt fyrir sér. Þannig er það að þegar ég fékk mér nýjan síma og stillti klukkuna í honum þá gleymdi ég að stilla hana á íslenska dæmið þannig að klukkan í símanum hafði sjálfkrafa breyst um helgina og ég tók ekki eftir neinu. Þegar ég hafði áttað mig á þessu í morgun þá sá ég að fyrsti tíminn átti að byrja eftir 45 mínútur, þannig að ég stökk í sturtu, klæddi mig, nældi mér svo í kókómjólk úr ískápnum, tók allt draslið sem ég þurfti og brunaði í skólann og náði að koma á réttum tíma, gekk inní stofuna um leið og kennarinn. Ég vil taka það fram að ég keyrði á löglegum hraða...
Ég var nú bara þokkalega ánægð með fyrsta tímann sem var íslenska, ég fékk til baka tvö próf sem ég var búin að fara í og fékk 9,25 í þeim báðum, mjög sátt við það... en þegar seinni tíminn var hálfnaður fann ég að mér var farið að líða eitthvað illa, greinilega komin með hita en í gær fékk ég einhverja sýkingu í hálsinn þannig að þetta er greinilega einhver pesti sem ég er búin að næla mér í. Eftir íslensku tímana þurfti ég að fara niðrá listasafn, brunaði þangað og auðvitað var læst, ég stóð þarna úti fárveik í frostinu og hamaðist á dyrabjöllunni í von um að mér yrði hleypt inn sem allra fyrst, óskin mín rættist svo 5 mín síðar. Sýninguna var ég svo ekkert voðalega ánægð með ef á heildina er litið og nenni ekki að ræða það frekar hér af því að ég á eftir að gera verkefni um hana og ætla ekki að eyða orðum í þessa sýningu tvisvar.
Eftir sýninguna brunaði ég svo aftur uppí skóla af því að ég átti 4 sjónlistartíma eftir, þarna var ég orðin ansi slöpp og vissi ekki alveg hvort ég myndi lifa daginn af, en ég harkaði af mér og var svo búin í skólanum kl 14:40 og keyrði þá heim í móðu. Þegar heim var komið setti ég í þvottavél, hjálpaði krökkunum að læra, horfði á sápurnar mínar og eldaði matinn sem ég gat svo ekki borðað og fór bara uppí sófa og náði að lúra þar í 30 mín en þá fór ég að brjóta saman allann þvottinn sem ég þvoði í gær, svo setti ég í uppþvottavélina, rak krakkana í háttinn og sagði "nú er mamma farin í verkfall"...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki nóg með að ég smiti þig af pestinni, ég smita líka klukkuna þína! Það eru heldur betur áhrif sem maður hefur...

Nafnlaus sagði...

já, helvítis klukkan.. við vorum ekki lítið búnar að velta okkur uppúr þessu um helgina

Nafnlaus sagði...

til hamingu með íslensku einkunina, vona að þér líði betur í dag;)

Nafnlaus sagði...

Hve gaman er það að sitja og horfa á sápur?????

Gagga Guðmunds sagði...

Það er nú margt leiðinlegra en að horfa á sápur!! Þær geta verið ansi hnyttnar. Hvað er það sem er svona ógurlega spennandi sem Hulda gerir sem gerir það að verkum að hún þarf að dissa sápur? Eða er hún kannski bara að dissa persónuna sem horfir á sápur?