föstudagur, október 26, 2007

höfuðverkur

Vá hvað ég var þreytt þegar ég vaknaði í morgun, var alveg að sofna í gærkvöldi þegar Gunni hringdi og það tók sinn tíma að reyna að sofna eftir það. Ég fór svo á fætur klukkan 7:30 í morgun og kom Daney og Mikael í skólann og fór svo sjálf í skólann. Ég var það þreytt að ég var mikið að hugsa um að mæta ekki í stærðfræði en gerði það sem betur fer og þrátt fyrir þreytuna þá náði ég að koma nokkrum formúlum inní hausinn á mér. Þegar ég kom svo heim í dag fékk ég þennan svaka höfuðverk sem ég virðist ekki ætla að losna við, stærðfræði formúlurnar hafa greinilega farið eitthvað öfugt inní hausinn minn.
Núna sit ég bara fyrir framan tölvuna... hmm... ég lýg því, ég sit uppí sófa með tölvuna í fanginu og horfi á sjónvarpið með öðru.. sem fær mig til að muna eftir fréttunum... ég meina, hvernig er eiginlega uppeldi á krökkum í dag, það var sýnt myndband í fréttunum af því þegar einhver unglingahópur kom saman fyrir utan Glerártorg á miðjum degi til að slást, svo settu þessir krakkar þetta á www.youtube.com (hægt að slá inn slagsmál þá kemur þetta upp).. maður er ekki alveg að skilja þessa krakka, en ég á sko eftir að hlægja þegar þetta lið verður eldra og endar á bak við lás og slá.
Áður en ég fór úr bænum í dag fór ég í tiger og keypti mér tvær dvd myndir (Kurt og Courtney, og Manden uden ansigt), því eins og venjuega þá er ekkert í sjónvarpinu um helgar... Alltaf hægt að treysta á Tiger...

4 ummæli:

Gagga Guðmunds sagði...

Þetta er eitthvað í tísku núna, að taka upp bölvað rugl eins og td "trainsurfing" og allskyns fífldirfsku og setja á YouTube. Dó einmitt ungur strákur hérna í Danmörku ekki fyrir svo löngu við þessa iðju. Sniðugt hobbý!

Annars mæli ég eindregið með dönskum myndum ef þig vantar eitthvað til að hlæja yfir, til dæmis "De grønne slagtere" og "Adams æbler". Þvílíkar klassa myndir! "Den eneste ene" er líka góð til að fá hláturskrampa yfir.

Nafnlaus sagði...

manden uden ansigt er sko ekki dönsk hehe... þetta er mel gibson mynd, ég bara veit ekki hvað hún heitir á ensku, þessar tiger myndir eru allar á svona hrognamáli

Gagga Guðmunds sagði...

The man without a face gæti hún heitið;) hehe... en þrátt fyrir það þá eru danskar myndir algjör snilld.

Nafnlaus sagði...

gæti passað