laugardagur, nóvember 03, 2007

Til hamingju Mikael...


Jæja, þá er langur dagur að baki, en hann Mikael (litla barnið mitt) hélt uppá 8 ára afmælið sitt í dag, en stóri dagurinn er svo á morgun, 4. nóvember. Margir komu í afmælið, bæði stórir og smáir og gæddu sér á allskonar góðgæti sem var í boði, sá stutti var himinlifandi og þá sérstaklega af því að hann fékk marga pakka og mikið af Liverpool dóti sem hann hafði óskað sér, eins og Liverpool sængurverasett, handklæði og galla, svo fékk hann líka fullt af flottum fötum eins og nike galla, nike peysu, hettupeysu, náttföt, tæknikubba, leikjaborð og 13 þús kall í peningum. Það er sko alveg spurning hvort maður fari ekki bara að taka uppá því að halda uppá afmælið sitt, væri sko alveg til í margt af þessu en kannski ekki Liverpool...
Þegar ég spurði hann svo hvað hann ætlaði sér að gera með peninginn þá sagðist hann bara ætla að spara, (greinilega vel upp alinn). En ég sagði honum nú samt að hann mætti alveg kaupa sér eitthvað sem hann virkilega langar í fyrir þennan pening, og hann ætlar bara að hugsa sig vel um.
Annars er ekkert mikið um að vera hjá mér. Ég kláraði að vísu vefinn í gær og er bara þokkalega ánægð með útkomuna. Lítið annað að gera þessa dagana en að læra, reyna að koma vel frá þessari önn, og jú.. ég sótti um skóla á næstu önn þó að læknirinn væri búinn að biðja mig um að taka mér smá pásu frá skóla, en ég verð nú bara að hugsa um geðheilsuna, ekki gott að hanga bara heima. Það sem ég sótti um á næstu önn er vefnaður 303, myndvefnaður 112, bindifræði 101, listir og menning 113, stærðfræði 262 og photoshop eitthvað.. veit ekki hvað sá áfangi heitir, enda sá Sveina frænka sem er einnig umsjónarkennarinn minn um að hjálpa mér að velja.. svo bara kemur í ljós hvort ég komist í þessa áfanga... Jæja, hef bara ekkert meira til að tala um núna, þangað til næst... bæjó...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmmm. stæ 262 um hvað ætli hún snúist? jæja ætli ég fái ekki að vita það.

Þarna í síðasta commenti frá mér vil ég taka fram að þegar ég sagði sápur þá átti ég við sápustykki. Ég hef ekkert á móti sápuóperum og hvað þá fólki sem horfir á þær. Þarna hefur greinilega verið einhver misskilningur í gangi.

kv.Hulda

Nafnlaus sagði...

Hahaha, hvað er þetta, ég eyði löngum tíma daglega í að horfa á handsápuna mína, það er mjög gefandi;)

Til hammó með ammó!

Patzy sagði...

hehe, já, handsápur geta verið mjög litríkar með skemmtilegri áferð, gæti verið gaman að horfa á svoleiðis... t.d. þá gerir nágrannakona mín blóm og allskonar skreitingar úr handsápum, gaman að horfa á svoleiðis... Hulda, ég gaf þér einu sinni svoleiðis, allt í lagi að horfa á það... lol...

Patzy sagði...

Hulda.. ég held að stæ 262 sé framhald af stæ 102...

Nafnlaus sagði...

bið að heilsa afmæisbarninu, fúlt að geta ekki hitt þig þessa helgi svona af því að maður var fyrir norðan;)