sunnudagur, nóvember 11, 2007

3 vikur!

Jæja, nú eru bara 3 vikur eftir af skólanum og persónulega finnst mér það 2 vikum of mikið, ég er bara orðin voða þreytt, ekkert nema lærdómur síðustu daga og á ekki eftir að skána næstu vikur...

En... já... hvað hefur verið að gerast síðan ég bloggaði svona alvöru blogg síðast.. jú, laugardagslögin, það virðist vera að ho ho ho we say hey hey hey sé að gera allt vitlaust í landinu núna, þetta er svona ekta nútíma eurovision lag ef það er eitthvað svoleiðis til, mér persónulega finnst þetta lag eiga að fara út, þetta virkar... og ekki skemmir að hafa hálf nakta karlmenn á sviðinu þar sem fólk segir að einungis kerlingar og hommar horfi á þessa keppni, þetta er 100%

Þó að ég hafi verið að læra eins og vitleysingur síðustu daga þá gaf ég mér tíma í að fara til Akureyrar með Gunna í verslunarferð, málið er að við erum orðin löngu leið á ljósunum í stofunni og ganginum hjá okkur þannig að við fórum í byko og keyptum þessi líka fínu ljós sem voru á 50% afslætti, ekki leiðinlegt að fá helmings afslátt á einhverju sem manni langar obbo mikið í, en já, við keyptum sem sagt 8 svona ljós og ég spurði afgreiðslumanninn í ljósadeildinni eða hvað sem þessi deild nú heitir hvort það væri nokkuð vesen að setja þessi ljós í, nei hann hélt nú ekki, þetta væri mjög einfalt, og gerðist bara ekki einfaldara þannig að við borguðum alveg ægilega montin með nýju ljósin okkar og fórum svo heim. Þegar Gunni prílaði svo uppí stiga í gær og skellti einu ljósinu í þá sprakk peran, greinilegt að hann hafði gert einhverja vitleysu, þannig að hann ákvað að bíða með þetta þangað til í dag og fá hjálp við þetta. Í dag lásum við Gunni leiðbeiningarnar fram og aftur og jú, átti að vera nokkuð einfalt, en eitt smáatriði sem afgreiðslumaðurinn sagði okkur ekki, en það var að það þarf spennubreyti!... Eftir að Gunni fór og talaði við fagmann kom í ljós að við þurfum spennubreyti við öll ljósin, sem sagt fyrir ofan plöturnar í loftinu, utan um þá þarf að smíða eitthvað dæmi, og til að koma þessu þangað þarf annaðhvort að rífa niður loftplöturnar eða rífa helvítis þakið af húsinu... Ég er langt frá því að vera ánægð með þetta og grey starfsmenn byko þegar ég fer þangað eftir helgi!!!!!

Engin ummæli: