laugardagur, nóvember 17, 2007

gleymdi að blogga í gær

Ég sem ætlaði að vera svo rosalega dugleg í gær og blogga en bara gleymdi því. Það var dagur íslenskrar tungu í gær og allt að gerast, kallinn orðinn 200 ára, sko Jónas Hallgrímsson, og fór það nú ekki framhjá manni því sjónvarpið hélt mikið uppá þennan dag. Ég vil svo nota tækifærið og óska Hinrik og Guggu til hamingju með litlu stúlkuna sem þau eignuðust í gær.

Og já, fyrst það var dagur íslenskrar tungu þá ætla ég að setja inn nokkur nýyrði...

DATE
ég var í þingum við konu eina - ég dagaði mann í hálft ár - ég fór í útboð með konu einni.

CASUAL
Hann var í mjög fínfrjálsum fatnaði - hann var í kastklæðum - hann er mjög flottlegur í klæðaburði - *Hann var í dagfínum fatnaði.

OUTLET
Ég fór í restlun í Bandaríkjunum - ég fór í útlátsbúð í Bandaríkjunum - ég fór í síðbúð í Bandaríkjunum - *ég fór í merkjamarkað í Bandaríkjunum.

TRENDSETTER
Hún er mikil nýkúra - hann er mikill forspilari - hún er mikill startari - hann er stílvísir - *hún er tískuviti.

WANNABE
Hann er villingur - hún er vonbiðill - hún er simbi - *hann er reynir.

Þetta var nú bara á blaði sem íslensku kennarinn minn lét mig fá á mánudaginn.. langaði endilega að deila þessu með ykkur.

Engin ummæli: