sunnudagur, nóvember 18, 2007

Snjódagurinn ógurlegi ! ! !

birrr... er að drepast úr kulda.






Það snjóaði svo mikið í gær að þegar við vöknuðum í morgun þá voru komnir himinháir snjóskaflar um allt, það var því farið uppí Jarlstaði með krakkana og hundana til að renna sér. Liðinu var hent í snjógalla, það er að segja krökkunum og Bellu litlu svo að þeim yrði ekki kalt. Við komum okkur fyrir í bílnum, Gunni, ég, Daney, Mikki, Hera og Bella ásamt 2 sleðum sem eru alveg ómissandi fyrir krakkana í snjónum. Þegar við komum að afleggjaranum að Jarlstöðum sjáum við þennan svaka skafl á miðjum veginum, við Gunni lítum á hvort annað og ég sá á svipnum á honum að honum kitlaði alveg ógurlega í hægri fótinn, þ.e.a.s. honum langaði að gefa allt í botn og láta vaða í gegnum skaflinn, ég hins vegar hristi hausinn og sagði "nei" þú kemst aldrei í gegnum þetta, en ég átti nú að vita það að fyrst að ég sagði þetta þá gat hann ekki annað en prófað og steig bensíngjöfina í botn. Þarna vorum við svo, gjörsamlega pikk föst í skaflinum. Gunni hringdi í bróðir sinn og bað hann að koma með skóflu sem hann svo gerði, en á meðan við biðum eftir Stebba bróðir hans Gunna þá fórum við bara fótgangandi síðasta spölinn svo að krakkarnir gætu byrjað að renna sér. Þegar þau voru búin að renna sér góða stund þá komu þeir feðgar, Stebbi og Gunnar Berg, hann Gunnar Berg kom með sleðann sinn svo hann gæti rennt sér með Mikka og Daney, mikið fjör og mikið gaman og á meðan þá fór hann Gunni að moka upp bílinn sem var nú bara mátulegt á hann.



Eftir mikið puð og mikinn snjómokstur þá tókst honum nú að losa bílinn og keyrði hann niður afleggjarann til að snúa við þar. Krakkarnir renndu sér þá tvær ferðir í viðbót og þá var farið að hlaða í bílinn til að komast heim, en hann Mikki var nú ekki alveg til í að fara aftur í bílinn, sérstaklega ekki upp heimreiðina þannig að ég ákvað að labba með honum en Daney fór í bílnum með Gunna. Við Mikki leyfðum Gunna að keyra á undan okkur svo að við yrðum ekki fyrir þegar hann myndi fara í gegnum skaflinn sem hann hafði fest sig í, við horfðum á eftir þeim fara upp í brekkuna og svo í gegnum skaflinn, en þá stoppaði hjartað í mér í smá stund því að allt í einu fór bíllinn í aðra átt en hann átti að fara, þau voru komin útaf veginum! Ekki gaman að horfa á eftir barninu sínu í svona aðstæðum, þó að þetta hafi nú ekki verið mikið þá vissi ég að hún Daney væri í sjokki. Ég og Mikki hröðuðum okkur af stað til þeirra og þegar við vorum alveg að komast til þeirra þá voru þau að koma út úr bílnum, Daney skjálfandi með skeifu, en lagaðist nú samt fljótt þegar ég var búin að tala við hana og stappa í hana stálinu. Þarna þurfti Stebbi bróðir hans Gunna að bjarga okkur aftur, fara og ná í einhvern jeppakarl til að draga okkur úr þessari vitleysu sem þetta var komið í. Gísli og Stebbi komu svo á jeppanum hans Gísla sem dró okkur svo úr þessu.






Þegar heim var komið fengu krakkarnir svo heitt fótabað og Gunni bakaði vöfflur, aðeins til að bæta upp þessa vitleysu sem hann kom okkur í...

3 ummæli:

Gagga Guðmunds sagði...

Gaman að sjá snjómyndir! Enginn snjór hér, en ég er alveg sátt við það:)

Nafnlaus sagði...

þú mátt alveg eiga þennan snjó

Nafnlaus sagði...

Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. If is possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll, I thank. Good bye friend.