mánudagur, nóvember 26, 2007

jólin nálgast

skamm ég.. vika og einn dagur síðan ég bloggaði síðast, má bara ekki gerast. En jæja, vika eftir af skólanum, get ekki beðið, er orðin ansi þreytt og langar bara að fá frí.

Það hefur nú ekki mikið gerst hjá mér síðan ég bloggaði síðast, á laugardaginn fór ég til mömmu og skar laufabrauð, eitthvað sem mér finnst alls ekki skemmtilegt, bara verð að gera þetta af því að mér finnst laufabrauð svo andskoti gott, hangikjöt, laufabrauð með smjöri, malt og appelsín, mmmmm...

Í gær fórum við fjölsk. svo uppí skóla í bingo en krakkarnir í þrem efstu bekkjunum eru að safna fyrir skólaferðalagi, líklega til köben, ég fór til noregs á sínum tíma, ætla ekki að reyna að telja árin síðan það var. En við ætluðum sko heldur betur að fá alla vinningana á bingóinu en tókst ekki alveg, Mikki fékk að vísu vinning á sitt spjald og það var gsm sími og margt fleira í vinning og litli gaur heldur betur spenntur, en Valdi skólastjóri fékk líka bingó og þeir þurftu að draga spil, Mikki ekki alveg með heppnina með sér því hann dró þrist, var ansi svekktur yfir því að fá aukavinning sem var kaffipoki, hárteyjur, bátur á subway, ís í brynju og dvd mynd sem hann átti fyrir, en svona er þetta bara og hann verður bara að læra að hann getur ekki fengið allt, og hann var líka fljótur að hressa sig við og kláraði bingóið. Ætlum svo bara að fara aftur á bingó á akureyri á milli jóla og nýárs, fullt af flugeldabingóum þá, bara gaman að fara á bingó!

Í dag keypti ég jólaseríu til að setja á þakskeggið og píndi Gunna til að fara út og græja hana, þar sem hann er að fara á sjó fljótlega aftur þá þarf hann sko að sjá um svona príl og vesen, en hann hafði nú bara gott af þessu.

5 ummæli:

Gagga Guðmunds sagði...

Bátur á Subway og ís í Brynju, ég væri sko til í það!!

Patzy sagði...

já ekki slæmt

Nafnlaus sagði...

mig langar lika bingo...

Lifur sagði...

umm! kaffipoki

Nafnlaus sagði...

Inga, þú kemur bara með á flugeldabingo!